Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 4
68 SKINFAXI starfsemi samb. s.l. þrjú ár, — er hún birt hér í heft- inu. — Urðu um hana stuttar umræður. Sigurður Greipsson, féhirðir, las upp reikninga sam- bandsins, gerði grein fyrir þeim og afhenti þá endur- skoðendum. Að þvi búnu voru kosnar þingnefndir: alls- berjarnefnd, fjárliagsnefnd og starfsmálanefnd. pá liófust umræður um ýms mál, sem fyrir þinginu lágu og lagðat fram tillögur um þau, bæði frá samb.- stjórn, héraðssamb. og þingfulltriium. Urðu nokkrar umræður um tillögurnar, en að því bxinu var þeim vís- að til nefnda. Jóhannes Jósefsson glímukappi mætti á þinginu, fagn- aði samb.stjóri lionum með ræðu, en þingmenn tóku undir það með því að standa upp. Jóhannes flutti ágætt erindi um hugsjónir og markmið íslenskra ungmenna- félaga, sýndi liann með nokkrum dæmum, að sönnum þjóðarmetnaði væri liér að ýmsu ábótavant, benti hann á að þess væri ærin þörf að efJa þjóðerniskend æsku- lýðsins, hét hann á ungmennafélaga að vinna ótrauð- ir að því starfi. Samb.stjóri og ýmsir fleiri þökkuðu ræðuna. peir Ingimar Jóhannesson, Aðalsteinn Sig- mundsson, porsteinn Sigurðsson, Sveinn Sæmundsson og Sigurjón Sigurðsson fluttu eftirfarandi till. „Samb,- þing ályktar að kjósa þá Jóhannes Jósefsson, pórhall Bjarnason og Helga Yaltýsson heiðursfélaga Samh. IJ. M. F. í., í þakklætisskyni fyrir brautryðjendastarf þeirra meðal íslenslvra ungmennafélaga." — Var tili. samþykl með því að þingmenn stóðu upp. Að morgni þess 16. kom Guðmundur Finnbogason landsbókavörður á þingið, flutti hann erindi um ör- nefnasöfnun, gaf hann ljósar bendingar um hvernig henni yrði best hagað. Samb.stjóri þakkaði erindið og veik nokkru nánar að málinu. j?á hélt Samb.stjóri snjalt erindi um hindindismál, sannaði hann með Ijósum rökum að J?að væri sjálfsögð siðferðisskylda ungmennafélaga að gera alt sem unt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.