Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 væri bindindisstarfseminni lil eflingar, enda væru bind- indismálin meðal þess, sem mesta þýðingu iiefði fyrir framlið þjóðarinnar. Margir tóku til máls um bindindi og voru allir sannnála um að ungmennafélögum væri skylt að starfa að því af fremsta megni. Eftirfarandi till. voru bornar undir atkvæði og báðar samþyktar: „pngið skorar á öll félög innan samb. að liefja nýja sókn í bindindismálum og láta ekkert undir höf- uð leggjast, sem verða má til þess að útrýma allri vín- nautn úr landinu. Sérstaka áberslu skulu félögin leggja á það að liafa sjálf hreinan skjöld í þessu máli. eins og öllum öðrum málum, sem þau snerta. — pingið skorar ennfremur á Samb.stjórn að hlutast til um að fyrirlestrastarfsemi Samb, miði að því að fræða og bvetja til framsóknar í bindindismálum, og á allan liátt styðja að eflingu þcss.“ Kristján Karlsson. Guðm. J. f. Mosdal. „Samb.þing lk M. F. í. heldur í'asl við bindindis- heitið i skuldbinding sinni, þar sem brot á því er ann- að tveggja, brol á landslögum eða undirgefni undir kúgunartilrauuir annara þjóða og því algert brot á þjóðræknislegum viðreisnargrundvelli U. M. F. í.“ Guðbjörn Guðmundsson. pórhallur Bjarnason. pá komu fram till. starfsmálanefndar. porsteinn porsteinsson var framsögumaður. Gerði bann grein fyrir till. Var nefndarálitið svohljóðandi: I. Iðnaðarmál. Nefndin er sammála um að U. M. F. I. muni eklci fært að ■stofna lil sérdeildar i fyrirhugaðri heimilisiðnaðarsýningu 1930, en telur félögum Samb. skvlt að vinna af alefli að heimilisiðnaði, með því að stofna til námskeiða og sýninga á félagssvæði sínu, s'r eða í sambandi við önnur félög, og beita sér fyrir söfnun muna lil landssýningarinnar. pessu til fram- kvæmdar leggur nefndin til:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.