Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 21
SKINFAXI
85
sjálfsögöu starfa félaganna, sem er einkum fólgin í
fundahöldum ug útgáfu blaða, haí'a mörg félög á síð-
ustu árum haft iðnaðarnámskeið í ýmsum greinum,
starfrækja spunavélar og prjónavélar, vinna að vega-
gerð og ýmiskonar jarðrækt, liafa sláttumót, eiga hey-
forðal)úr, sem oft hafa komið að góðu liði. Flest eða öll
ungmennafél. lialda skemtanir, einu sinni eða oftar á
ári hverju, sem almenningi er heimilt að sækja. Helstu
skemtanir félaganna er söngur, dans, leiksýningar og
iþróttir. Oft hafa ungm.fél. hlaupið undir hagga með
fátækum mönnum, er þeir liafa einliverra liluta vegna
sérstaklega þurft liðs við. Starfræksla bókasafna er
meðal þess merkasta er félögin vinna að.
Um hina andlegu mehtun og uppeldisgildi ungm.fél.
mætti margt segja, en ekki verður það gert hér frekar
en orðið er, því aldrei verður því lýst til hlítar, og síst
tölum talið, þó það sé og þurfi um allan aldur að vera
kjarni ungmennafélagshreyfingarinnar. Eg vil að eins
minna á að margir af þjóðnýtustu mönnum landsins
hafa sagt að ungm.fél. hafi reynst þeim betur en nokk-
ui' skóli. Að lokum þakka eg stjórn U. M. F. í. fyrir
ágæta og ánægjulega samvinnu undanfarin ár, og tel
mér skylt að geta þess að stjórnin hefir ekki einungis
unnið alveg endurgjaldslaust að stjórnarstörfum sín-
um, lieldur einnig farið ferðir, og lagt fram beina pen-
inga, vegna sambandsins, sem hún mun ekki telja til
reiknings. þá vil eg og þakka öllum ungm.fél., sem eg
hefi heimsótt, fyrir alúðarviðtökur, sem eg hefi alstaðar
mætt, óska eg þess að ungm.fél. beri gæfu til að vinna
sem lengst og best samkvæmt kjörorði sinu:
1 s 1 a n d i a 1 t.