Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 27
SKLNFAXI 91 úran hefir að bjóða. Hvað er hryðjuleg „bíó“-mynd á móti blómskrýddum bölum og skruðgrænum skógum? Mun enginn með ómengaðan fegurðarsmekk verða lengi að greina muninn, greina hismið frá kjarnanum. Og þó eru það sorgleg sannindi, að mikill hluti æsku- lýðs íslands leitar gléðinnar i fánýtum hégóma bæj- anna. Vaninn hefir kent honum það. Og hann skortir þrek til að brjóta hlekki vanans. Ef forfeður vorir litu nú upp úr gröfum sinum, þeir, sem drukku hákarla- lýsið lir tunnum og neyttu að eins kjarngóðrar, íslenskr- ar fæðu, þeir, sem gættu sauða í harðneskjuhriðum og kiptu sér Jitt við æðisgang tryltra náttúruafla, ef þeir litu nú að kveldi lil á götur einhvers kaupstaðarins og sæju „dömurnar“ tipla þar á tánum klæddar pelli og jjurpura, málaðar í andliti og snoðkliptar. Við hlið þeirra væri yngismaður, spengilegur á nútímavísu, með snjóhvitar hendur, grannar eins og á yfirsetukonu; og svo færi þcssi lýður inn á „bió“, síðan í kaffibús, reykti þar og rabbaði og hamingjan má vita, livar og live- nær staðar yrði numið. pykir mér liklegl að þeir mundu lirista höfuðin og ofbjóða hvernig lífinu er varið. Eða skyldu þeir menn, er á gölunum lifa, reynast traust- ir að standa hjá sauðum að vetrarlagi í Bárðardal eða Mývatnssveit? Og livað mundu máluð andlit og hvít- ar hendur stoða í frostum og fárviðrisbyljum ? Eg læt lesendurna eina um að svara. Ekki dettur mér i hug að neita því, að enn geti verið nýtir menn og kjarngóð kynslóð i bæjum landsins, en þvi verður heldur ekki neitað, að spilling götulífsins er liér allmikil, og það er átumeinið i þjóðarlíkamanum, sem þarf að skerast burt áður en það verður að ólæknandi holund. Vist er um það, að ólíkt væri meiri heilhrigði fólks, ef öll hin skaðlega munaðarvara, svo sem áfengi, tóbak, sæt- indi o. fl„ er neytt hefir verið, liefði verið lýsi og önn- ur bætiefnaauðug fæða. Er leitt til þess að vita, live

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.