Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 22
8(» SKINFAXI íþróttaskólinn í Haukadal. Ungmennaíelagar hafa haft íþróttir á stefnuskrá sinni frá upphafi og unnið að þeim með íþróttanám- skeiðum og íþróttamótum. Langt er síðan þau gerðu sér von um að geta komið á fót fullkomnum og fjöl- hreyttum íþróttaskóla í sveit. Hefir margt verið rætt og ritað um það mál í Skinfaxa og víðar. Safnað var nokkrum hundruðum króna í svo nefndan skólasjóð, sem átti að nota til eflingar slíkum skóla. En sjóður- inn er enn alt of lítill til þess að hægt sé að hafa nokk- urt verulegt gagn af honum við skólabyggingu, enda mun ekki hafa verið ætlast til þess að sjóður þessi yrði notaður að svo stöddu. J?ó að ungmennafélögin hafi ekki enn getað komið hugmynd sinni í verk, um að reisa íþróttaskóla, þá eru þó vonir þeirra að ræt- ast um það, að skólinn verði reistur. Sigurður Greipsson hefir í suinar reist hús á ættar- óðali sínu, Haukadal í Biskupstungum, og ætlar hann að nota það fyrir íþróttaskóla. Ilúsið er nú um það að verða l'ullgert, leikfimissalur, svefnstofur, borðstofa og eldhús. Húsið stendur að eins fáa faðma frá Geysi og er þar gnægð hvera og lauga, svo auðvelt er að nota heitt vatn lil hitunar og suðu. Sigurður ætlar sér að byggja lika sundlaug við skól- ann og nota þar heita vatnið; verður þá hægt að kenna þar vetur og sumar. Mun laug þessi verða komin svo langt á veg í haust, að liægt verði að kenna þar sund í vetur. íþróttaskólinn tekur til starfa 1. nóvember n. k. eg stendur yfir þi'já til fjóra mánúði. Verða þar kend- ar alls konar íþróttir: glima, Mullersæfingar, leikfimi, köst alls konar o. m. fl. Skautasvell liggur oftast nær •neiri hluta vetrar skamt frá skólanum, og oft er skíða- 4'æri þar í grend; mun Sigurður nú þegar hafa gert ráðstafanir til að nota hvorttveggja.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.