Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 24
88 SKINTAXI Vakið og vinnið. Aldrei mun ungmennafélögin íslensku verkefni ■skorta. Hitt mun frekar fyrir geta komið, að eigi verði rnenn á einu máli um það, livaða verkefni þeim beri helst að taka fyrir. — Raunar mun óþarft að taka það fram, að eitt beista stefnuskrármál þeirra nú, er íþrótt- irnar. Eg' geri ráð fyrir, að mörg félögin ræki það mál ■að verðleikum. En sumstaðar vantar iíka mikið á, að svo sé. Veldur því bæði óhæg aðstaða og ábugaleysi og jafnvel skilningsskortur á gildi íþróttanna. En von- andi mun þetla þó batnandi í'ara og almenn stund verða lögð á iþróttirnar, áður langl líður. Einkum eru það tvær íþróttir, sem ungmennafélög- ;in ísl. munu leggja mesta stund á: glíman og sundið. Eg ætla nú ekki að fara að skýra gildi þessara íþrótta, því að til þess er eg ekki fær, enda ætlu flestir slíkt .uð vita. Glíman er ungmennafélögunum svo kær vegna þess, fvrst og fremst, að bún er islensk íþrótt og þar að auki fögur og holl. Sundið befir, íneð réttu, verið kallað íþrótt íþróttanna. Er það þeirra gagnlegast og hollast. )?ess vegna ættu allir menn að læra sund og iðka öðru hvoru. Pin nú er það vitað, live þessu er stórlega ábóta- vant. Og þar sem ungmennafélögin hafa íþróttir á stefnuskrá sinni, finst mér vel við eiga, að þau reyni að ráða bóta á þessu. Sumir munu ef til vill telja, að þau geti liér lítið gert. En eg tel skyldu þeirra að gera það sem þau geta, og vil því Iieina því til allra ung- mennafélaga á Islandi, að þau beiti sér fyrir því, hvert í sinni sveit, að unglingar verði skyldaðir til sundnáms, samkvæmt lögum frá alþingi 1925. Löggjafarnir sáu nauðsynina á almennu sundnámi, en gáfu þó að eins heimild til að skylda unglinga til þess. Ef ungmennafélögin hal'a góðan vilja á þessu mun

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.