Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 9
SKINFAXI 73 ræknislegum grundvelli í hátíðahöldum 1930, til minn- ingar um 1000 ára afmæli löggjafarþings þjóðarinnar. Einkum skal lagt kapp á að undirbúa þátttöku í þessum greinum. 1. Islenskri glímu (bændaglímu). 2. pjóðdönsum (Vikivökum). 3. pjóðbúningum. 4. Almennum íþróttum á vegum I. S. I. 5. Heimilisiðnaðarsýningu, sem Heimilisiðnaðarfélag íslands gengst væntanlega fyrir. Auk þess telur þingið æskilegt: a. Að Samb.stjórn beiti sér fyrir því að U. M. F. í. ætti einn mann í nefnd þeirri, er á að sjá um hátíða- höldin 1930, og undirbúning þeirra. b. Að ungmennafélögin beiti sér fyrir því að sýndur verði þáttur úr sögu þingvalla lil forna, á þjóðhátíðinni, samkvæmt bestu heimildum, sem fyrir liggja i forn- sögum. c. Að vinnu þeirri, sem nú er liafin á pingvöllum, fvrir forgöngu U. M. S. K., verði haldið áfram. Felur þingið héraðsstjórn U. M. S. K. i samráði við Samb.- stjórn U. M. F. I., að hafa framkvæmd þessa máls áfram og skorar á öll ungmennafélög að styðja það með ráðum og dáð. II. pjóðdansar (Vikivakar). Sambandsþing ályktar samkvæmt framkominni skoðun um þátttöku U. M. F. I. í þjóðhátíðahaldinu á þingvöllum 1930, að kenslu þeirri, í íslenslcum þjóðdönsum, sem liafin var á síð- astliðnum vetri, beri að halda kappsamlega áfram. Telur þingið sjálfsagt, að þegar á næsta vetri verði haldið námsskeið á vegum samb., í hverjum lands- fjórðungi, er sami maður veiti forstöðu; sé á þann hátt fengin undirstaða að námi og æfingum þjóðdansa, sem viðast í sveitum landsins. Samb.þing skorar þess vegna á Samb.stjórn að hrinda þessu máli áleiðis á þá leið, sem hér er ráð fyrir gert,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.