Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 15
SKINFAXl 79 lialdið íþróttanámskeið i Reykjavik. Aðalkennari var Jón porsteinsson. Stóð námskeiðið í 5 mánuði. Varði U. M. F. í. 1000 kr. til þess. íþróttasamband íslands kostaði það einnig. Kendar voru allskonar íþróttir og fvrirlestrar fluttir um heilbrigðisfræði. Auk iþróttanna fór fram þjóðdansakensla, sem á að vera upphaf að merkilegri og þjóðlegri starfsemi, sem dansarnir geta liaft í för með sér. Að sjálfsögðu verður að vinna ötul- lega að kenslu þeirra i framtíðinni. Helgi Valtýsson liafði þjóðdansakensluna á bendi. prastaskógur. Síðastliðin 3 ár befir Aðalsteinn skóla- stjóri starfað fyrir U. M. F. í. á bverju sumri um tveggja mánaða tíma að vörslu og ræktun prastaskóg- ar. Var þetta hin mesta nauðsyn vegna alls konar á.gangs, sem skógurinn varð fyrir bæði af mönnum og skepnu.m. Hefir það sannast, að ungmennafélög og héraðssambönd liafa metið þessa starfsemi mikils. Hafa þau sýnl það með árlegum fjárframlögum til skógarins. Skinfaxi. Breytingu þeirri, sem gerð var á síðasta jnngi um útgáfu Skinfaxa, hefir verið fylgt. Miðaði hún, sem alkunnugt er, að þvi, að útbreiða ritið sem mest, reyna að iáta það bera sig fjárhagslega betur en verið liafði og selja það þó mjög ödýrt. Athygli skal vakin á þvi, að ritið er sclt fyrir neðan hálfvirði. Virð- ist breyting þessi, sem gcrð hefir verið, hafa reynst fullkomlega eins vel og menn gerðu sér von um á síð- asta þingi. Sambandsmerkið. Frummynd sú af sambandsmerki, sem siðasla sainbandsþing ákvað að panta merki eftir, var send til pýskalands. Ivom sýnishorn af merkinu og revndist ónothæft. Stjórn U. M. F. í. lét því gera aðra frummynd og samdi við erlenda verksmiðju um gerð á merki eftir henni. Nú er merkið fullgert og komið. Fjáröflun. Samband U. M. F. í. hefir um mörg ár haft 1500 lcróna styrk úr ríkissjóði. Veturinn 1925 var styrkurinn hækkaður upp í 1800 krónur og 1926 upp

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.