Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 3
SKINFAXI
67
án þess að tekið sje lillit lil þess, hvað mörg eintök
j?an selja af Skinfaxa.
Sumir hafa látið þá skoðun í ljós, að óþarft væri
að senda fleiri en eitt eintak af ritinu á livert heimili,
]?ó að ungmennafélagar væru þar margir. — Ef ein-
Iiver félög óska ekki eftir að fá eins mörg eintök og
félagar þess eru, þá þurfa þau að gera afgreiðslumanni
aðvart um ]:>að.
Minst var á það á samb.þinginu, að minna væri af
fréttum og fræðslu um félagsmál i Skinfaxa en æski-
Iegt væri. Fyrir því eru ungmennaféíagar beðnir að
senda ritinu línu um alt, sem hjá þeim gerist og telja
má frásagnavert, svo sem samkomur, námskeið, verk-
legar framkvæmdir o. m. fl. Skrifið um hverja göfuga
hugsun og gott verk, sem finst innan vébanda ung-
mennafélaga. Látið ljós ykkar skina, en setjið það
ekki undir mæliker.
Frá Sambandsþingi.
Sambandsþing U. M. F. í. var háð í Rvík dagana
frá 15.—18. júní s.l. Sambandsstjóri, Kristján Karls-
son, setti þingið, lagði fram dagskrá fyrir það og
stýrði því þangað til forsetakosning hafði farið fram.
26 fulltrúar voru mættir á þinginu. Auk þess sátu þau
Guðrún Björnsdóttir frá Grafarholti, Helgi Valtýsson
og Gunnl. Björnsson nær því alt þingið; ýmsir fleiri
ungmennafélagar komu á þingið og dvöldu þar ura
stundarsakir.
Forseti var kjörinn pórhallur Bjarnason prentsmiðju-
stjóri af Akureyri, ritari var Aðalsteinn Sigmundsson
skólastj. af Eyrarbakka.
Samb.stjé)ri las u]>p skýrslu frá samb.stjórn um