Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 25
SKINFAXI 89 þeim mikið ávinnast. Sigursæll er góður vilji. Og það v’r æskunnar að brjóta ísinn fyrir því nýja og nytsama. í félagsblaði U. M. F. Framtíðin kom grein í vetur, sem ræddi um sundnámið og möguleikann til þess að auka það. Og þar var einnig sýnt fram á, bve sundið væri mönnum holt og gagnlegt. par er meðal annars komist svo að orði: „. . . . Maðurinn, sem vilja befir veikan, er sem fisið, sem fárviðrið sveiflar. Hann snýr frá, þegar erfiðleik- arnir standa honum í vegi. Hann bugast í brotsjóunum. En hinn viljasterki rær, þótt vindurinn þjóti og öld- urnar yrnji við bvert áratog og ógni með að brjóta bátinn Iians. Hann berst sigurtrúaður fyrir hugsjón sinni, þótt holskeflumar hamist og brimið brotni við strönd hillingalandsins. Járnviljinn berst, en bugast ekki. Hann brotnar, en bognar ekki. Alstaðar sjáum vér boðana brotna á blindskerjum örðugleikanna, mannlegs þröngsýnis og tregðu. Og al- staðar er það mátturinn, sem úr því sker, hverjir velli halda. pað er máttur viljans, sem úr því sker, hvort menn ná til draumalandsins eða svæfast í svartnætti drunga og dauðamóks. Hinn máttugi vilji er hverju ofviðri styrkari. Ein besta vöggugjöf barns, er sterkur vilji. Iivað er skip án stýris? Mennirnir geta með ýmsu móti aukið vilja sinn og þrek. Jeg aúla að eins að minnast á eitt atriði. pað er sundið, sem með réttu er kallað íþrótt iþróttanna. Sundið er sú iþrótt, sem æfir alla vöðva jafnt og heldur likamanum hreinum, en hreinleiki lmg- ar byggist oft, að vissu leyti, á hreinleika líkamans. ]?að er ekki nóg að þvo andlit og hendur, eða það sem sést, en láta föfin hylja óhreinindi líkamans. peir, sem það gera, eru „sem kalkaðar grafir, fullar af dauðra manna beinum“.........Sundmaðurinn er ímynd járnviljans, sem ógnar erfiðleikunum og klýfur brim og boða að markinu, sem hann setur sér. Hann er ímynd hetjunn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.