Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 16
80
SKINFAXI
í 5000. Á síðustu fjárlögum var hann ákveðinn 4500.
Drög til sögu ungmennafélaga. Héraðssamböndin
hafa verið mjög livött til þess að gera ítarlega grein
fyrir starfsemi sinni síðustu árin. Hafa flest þeirra heit-
ið góðu um það. Ungmennasamband Vestf jarða og ung-
mennasamband Kjalarnesþings hafa samið glögga
grein um hag sinn og störf. Er það prentað í Skinfaxa.
pá hefir verið skorað á einstök félög að semja sögur
sínar. Er kunnugt um að mörg þeirra hafa gert það
og eru að þvi. Starfsmaður ö. M. F. í. hefir gert sér
far um að afla sér þekkingar á sögu félagsskaparins
á ferðum sínum.
Örnefni. Stjórnin hefir ekki tckið ákveðna afstöðu
til þessa máls að öðru en þvi, að hún liefir leitað til
fróðra manna og mælst til þess, að þeir vildu leiðbeina
um, hvernig hentást mundi að safna örnefnum. pjóð-
minjavörður og landsbókavörður hafa báðir heitið því
að leggja þessu máli lið.
Héraðssambönd.
Héraðssamband Vestur-Skaftfellinga er í U. M. F. í.
t sambandinu eru 5 félög með 170 félaga. Form. Dag-
bjartur Ásmundsson, Teigingalæk. Iþróttanámskeið
hafa verið haldin jneðal félaga síðastliðin ár. Kennari
Jón Pálsson, Heiði, og iþróttamót hafa þeir haft á vor-
in; hefir þar verið kejjt í ýmsum íþróttum.
Héraðssambandið Skarphéðinn. Innan þess eru 16
félög. U. M. F. pórsmörk gekk i félagið 1926, mcð 80
féiaga. Sambandið telur alls 870 félaga. Formaður
Sigurður Greipsson. Flest undanfarin ár hefir farið
fram íþróttakenslá á ýmsum stöðum innan sambands-
ins. Sigurður Greipsson hefir kent. Garðræktar- og
matreiðslunámskeið hafa verið haldin tvö síðastliðin
ár, liefir samhandið lagt árlega fram 600 kr. lil þeirrar