Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 23
SKINI'AXI 87 I skólanum verða líka kend munnleg fræði, svo sem íslenska, saga, rejkningur o. fl., en þó sérstaklega heilsufræði og íþróttasaga. Allir munu fagna því, að Sigurður hefir ráðist i að reisa íþróttaskóla þennan, og ber margt til þess; það fyrst, að hann er svo vel búinn að íþróttum, að segja má um hann, líkt og Gunnar forðum, að enginn sé Iians jafningi. Hann er maður ákveðinn og öruggur við alt, sem hann tekur sér fyrir hendur, og drengur góður. Má því ætla, að skóla hans farnist vel, enda verður að vænta þess, að ungmennafélagar o. m. fl., bæði í Arnessýslu og víða annarsstaðar, dugi lionum vel, og síst þarf að efast um að skólinn verði vel sóttur; íþróttaáhugi ungra manna um iand alt er alt of mikill til þess, að svo mikinn afburðamann, sem Sigurður er, skorti nemendur, og minningar um frægð hins forna höfðingja og skólaseturs Haukdæla i Bisk- upstungum, hregður ljóma yfir nýja skólann. >’fi sje Hvöt. Lát þig drauma dagsanna draga’ úr glaunu östonum. Kljúfðu strauminn! Starfanna stattu’ í flaumköstonum. pig ei skaðar þungi neinn, þreklundaður sirtu. — Vertu glaður, gaktu beinn. Gæfumaður ertu ! Helgi Hannesson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.