Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 Birni Guðmundssyni á Núpi. Samb.stjóri sendi honum skeyti fyrir þingsins liönd. Skógræktarmál. Aðalsteinn Sigmundsson liafði fram- sögu. Gaf skýrslu um störf sin í prastaskógi þrjú und- anfarin sumur og lagði fram eftirfarandi till. um skóg- ræktarmálið: „I. Samb.þingið telur það fremstu skyldu U. M. F. í. i skógræktarmálum að hlynna svo að prastaskógi um friðun, ræktun og hirðingu alla, að hann megi verða ungmennafélögum og minningu gefanda til verðugs sóma. pingið vill þvi leggja áherslu á það að skógur- inn njóti engu minni aðhlynningar á komandi árum en verið liefir liin síðustu, heldur sé þar sótt fram til meiri fullkomnunar. Jafnframt hvetur þingið einstök félög til þess að vinna að verndun og viðhaldi skógarleifa þeirra, sem enn eru til i landinu, fræða almenning um þýðingu skóga og vekja athygli á gildi friðunar og grisjunar annars- vegar, en beitar og liöggs hinsvegar. Ennfremur skorar þingið á félögin að beita sér fyrir því, að sem víðast komist upp skrúðgarðar við heim- ili íslendinga. II. Till. um þrastaskóg. þingið felur Samb.stjórn: a. Að láta þegar á næsta liausti eða vori endurbæta girðinguna um prastaskóg svo, að telja megi skóginn tryggilega friðaðan fyrir átroðningi búfjár. Hlið skal setja á girðinguna. ]). Að láta slélta rjóðrið hjá Tryggvatré (stóra reyni- trénu í praslaskógi) og gera gangstígi víðsvegar unt skóginn. Hvorttveggja skal þetta gert sem náttúrlegast og í sem bestu samræmi við landslagið. c. Að reyna að ia þegnskylduvinnu ungmennafélaga til framangreindra starfa. d. Að láta gróðursetja i skóginum þær trjátegundir íslenskar og erlendar, sem von er til að nái þar bestmn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.