Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 31

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 31
SKINFAXI 183 ur von, að fólkið í dalnum hafi nokkurn skapaðan lilut með Jósafat að gera. Auðvitað dettur þeim ekki i hjart- ans hug, að fara ofan í dal, eða senda Jósafat þangað, þvi að þeim finnst, sem eðlilegt er, að þeirra só „ríkið, mátturinn og dýrðin“. Skúli Guðjónsson. fslendingseðlið. Það hafa vitrir menn mælt, að eðli hverrar þjóð- ar mótaðist eftir landinu, sem hún lifir í. Þvi er ís- lendingseðlið ólíkum þáttum ofið, eins og náttúra landsins. Það er stórbrotið og stolt, eins og landið sjálft; það er traust og fast fyrir, eins og klettarnir við haf- ið; það er lireint eins og nýfallinn snjór, og ber merki silt hátt eins og ískrýndir tindar, sem gnæfa við hiiiiin. Það er létt eins og háran, sem leikur við strönd- ina; það er milt eins og blærinn, sem andar úr suðri; og það er tilfinninganæmt og blítt eins og hlómin fögru, sem blika mót sól um brekkur og dali, laut og hól. Það er myndauðugt eins og norðurljós á nætur- himni; það er kyrrlátt eins og heiðavötnin djúpu, en þó um leið síkvikt og síungt ein og lækirnir litlu, sem skoppa syngjandi niður fjallahlíðarnar á leið til sjávar. En landið okkar heitir Island, sjálfir heitum við Islendingar, og sterkasti þátturinn í Islendingseðlinu er cðli issins, jöklanna miklu, sem gefa landinu nafn. Eins og jökullinn liarðnar og færist í aukana, þeg-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.