Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 18
18
SKINFAXI
er æska þess lands, sem allar vonir cldri manna um
betri og farsælli framtíð, hljóta að vera bundnar við.
Allir eru sammála um það. Allir finna það og vita,
að þegar árin hafa vaxið yfir æskuskeiðið, þá er fram-
tíðin ckki lengur þeirra einna. Þá stefna allra vonir
lil þess vaxtarmagns vits og vilja,, sem æskan ein á
yfir að ráða.
Allir finna það og vita, að framtíðin liggur í lönd-
um liinna yngri manna og' kvenna. En liitt liafa ekki
allir fundið jafn vel, að ábyrgðin um það, hvernig um
framtiðina fer hjá æskunni — hún liggur eftir sem
áður og alla tíð í höndum eldri mannanna, þeirra, sem
ráðin hafa um landsréttinn og lögin, reynsluna um
raunveruleikann og fullveldið um fjármunina.
En það fer svo um æskuna, og það fer svo um fram-
tíð þessa lands og þessarar þjóðar, sem að æskunni er
búið af eldri mönnunum. Ef þeir mæta lienni á miðri
leið — gefa ábuga Iiennar opna leið til verkefnanna,
framboðinni sjálfsfórn hennar stuðning til starfsins —
]iá er líka um leið lagður vegur beina leið til bættari
bugar og betri framtíðar. En ef þeir krefjast af henni,
án þess að kannast við skyldu sjálfra sín á móti ■—- þá
verða enn langir og kaldir vctur og gróðurlítil vor i
okkar þjóðfélagi.
Það má því aldrci henda, að reistur sé skotmúr milli
æskunnar og eldri áranna, milli æskuhugans og elli-
áranna. Það má aldrei henda, að eldri mennirnir liöggvi
strandhögg í því nýnumda landi, sem æskuvor og vilji
leita til. Það má heldur aldrei lienda, að cldri menn-
írnir ásaki æskuna fyrir misstigin spor eða marglynda
báttu. Sökin er bvort sem er hjá þeim sjálfum.
Sumum hvila þau álög á
aldrei fögrum tóni’ að ná,
þó a'ð þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja.
Svo getur það farið Iijá einstaklingunum. Svo get-