Skinfaxi - 01.02.1934, Qupperneq 19
SIÍINFAXI
19
ur það kannske farið lijá hcilli kynslóð. En sökin er
þar líka hjá eldri mönnunum — þeim, sem betur mega.
Þeir hafa örlög æskunnar i hendi sér.
En vegna livers er von lil þess, að belur færi um
íramtíðina, ef æskan hefði meira en tillögurétt til mál-
anna ?
Vegna hvers er vissa um staðfaslara gæfugengi
mannkynsins, ef hún ætti þar líka rétt til ákvörðunar
og úrlausnar?
Það liggur nokkuð ljóst fyrir. Það er nú einu sinni
svo, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, og
raunar ekki lieldur á orðum ritningarinnar. Auðurinn
er afl þeirra hluta, sem gera skal. Og æskan á yfir
þeim auði að ráða, sem einn getur í raun og veru full-
nægt framþróunarþrá mannsins — þeim auði liugsjóna
og kröfulausra kosta fórnfýsinnar, sem áreiðanlega
verður fyr eða síðar hagnýttur til liamingjubóta lífsins.
Nú er öld efunar og efnishyggju. Nú er efazt um
guðdótn Ivrists og kosti kærleikans. Efazt í rauninni
um allt, nema almætti peninganna; og vald þeirra hef-
ir fyllt mannkynið friðlausri tortryggni um allt annað.
Nú er alll metið til fjár; allt miðað við hina mótuðu
mynt. Náttúruafbrigðin: fossar og fjöll, vötn og vellir,
láð og lögur, allt er þetta verðsett og selt. Sannfæring-
in gengur kaupum og sölum, og ckki ætíð í háu vcrði.
Lífið er reiknað til gjalds — skrásett í verðlagsskýrslu,
eins og hver önnur gjaldeyrisvara. Ef bóndinn missir
sauð í haganum, þá er það tjón talið í krónutali. Það
er ofureinfalt mat og einliliða, því að svo hefði sauð-
urinn lagt sig á blóðvelli. Ef maður deyr fyrir ár fram,
þá er það tjón líka talið í tölum, eftir því, sem matið
stendur í verðlagsskrá lífsins að þvi sinni. Lifið er orð-
ið, að þessu lcyti, sífelldur markaðsdagur, þar scm alll
má selja og allt fæst keypt, ef peningar koma á móti.
Allt er talið lil peninganna og frá þeim. Eins og kall-
að er, að jörðin snúist um möndul sinn, eins mætti
b*