Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 25

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 25
SKINFAXI 25 Eldri mennirnir þurfa, sjáfra sín vegna, að ganga jöfnum fetum fram móti æskunni — rétta hugsjón- um hennar hjálparhönd; starfsþrá liennar styrk í orði og á borði; sýna trúlyndi hennar traust, og viðleitni hennar virðingu og vinsemd. Iiún er það, sem siðar á að létta undir, þegar árin og erfiðleikafjöldinn hefir gert þá vanburða, og liún er það, sem lengur á að lifa í landinu — lengur að njóta. Æskan getur í raun og veru ekki lagt neitt fram til lífsstarfsins, nema andann. Eldri mennirnir eiga að leggja fram efnið. Og ekki deilir um, liver þátturinn er verðmætari. --------Lífið er ekki annað en þrotlaus hamingju- leit. Sífelld seta á krossgötum. Það á ekki heldur að vera annað. En það fer viliigötur, ef það leitar far- sældarinnar i dyngju peninganna, Þá iiefir það geng- ið burt með álfunum, og þegið gull þeirra og gersim- ar, áður cn dagur rann. Þá hefir það orðið frávita. Hitt er visast, að alla liarma má lmgga, allt böl bæta og allan grát græða, ef við aðeins viljum vinna saman ■—• vinna saman við æskueðlið alla æfi. Eg veit ekki, hvort það verður trúlegar gert á annan hátt eu þann, sem Rousseau lagði fyrir, með sínu alkunna orðtaki: „Hverf- um aftur til náttúrunnar“. Og það vcrður aftur á móti liklega hclzt gert með því, að fylg'ja kemiiorðum ann- ars spekings: „L á t u m o s s s t u n d a h a m in g j u v o r a — g a n g a n i ð u r í g a r ð i n n o g v i n n a“. Þórsteinn Þórarinsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.