Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 26

Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 26
2(5 SKINFAXI Framtíí sveitanna. Frá öndverðu liefir þjóð vor lifað á landbúnaði sem aðalátvinnugrein. Þrátt fyrir það er arfur liðinna alda í ræktun og byggingum næsta lítill. Endingar- laust byggingarefni og rányrkja eru aðalorsakir þess. Móðir náttúra var gjöful, þrátt fyrir eld og is. En ránshendur mannanna gengu svo freklega að, að eft- ir þúsund ára bygg'ð er land vort ekki einungis svo að segja óræktað og óbyggt, lieldur rænt sínu feg- ursta slcrúði, skóginum. Þvilíkir búnaðarbæltir, ásamt erlendri harðstjórn og verzlunaránauð, voru þess ekki mnkomnir, að mæta harðindum og liverskonar óár- an, svo að vel færi. Þrátt fyrir þelta lifir og þróast kjarninn í þjóðinni — þrek og manndómur einstak- linga. Jafnframt því, að veita þjóðinni, án nokkurs endurgjalds, lífsviðurværi, hefir náttúra landsins reynzt börnum sínum hinn l)ezti uppalandi. Það er áreiðanlega vert að veita því atliygli, live baráttan við íslenzk náttúruöfl og þátttakan í fjölbreytilegum störfum landbúnaðarins eru vel lil ])ess fallin, að þroska bug og bönd — ala upp greinda og dugandi menn. Jafnvel á liinum meslu niðurlægingartímum gælir þessara hæfileika •—- þótt oft virðist að kúgun og á- þján sé búin að kæfa þá. 1 byrjun siðustu aldar, þcgar Mið-Evrópuvakning- in berst liingað með þeim Baldvini Einarssyni og Fjölnismönnum, þá er ástandið þannig: Þjóðin er þjökuð af stjórnarfarsíegri kúgun og verzlunaránauð og ógurlegum barðindum. Landið er óræktað og húsakynnin slæm. Bústofninn þrautpíndur af illri meðferð og framleiðslan fábreytt. Það er því í mörg horn að líta fyrir umbótamenn aldarinnar. En meg- inbarátlunni er snúið gegn stjórnarfarinu. Starf Jóns

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.