Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 33

Skinfaxi - 01.02.1934, Síða 33
SKINFAXI 33 áherzlan liefir því verið lögð á endurbyggingar. Yera niá, að í of mörgum tilfellum liafi bændur byggt of stórt og of dýrt, jafnvel þótt ekki sé miðað við nú- verandi kreppuástand. En reynslan gerir menn liyggna, og sjálfsagt verður lögð áherzla framvegis á, að siiiða stakkinn meira eftir vexti, — finna hentugt, ódýrt og' smekklegt byggingarlag. Er þegar farið að sjá góðan árangur af teiknistofu sjóðsins. Eins og áð- ur var sagt, var tilætlunin sú, að endurbygging á jörð- um og stofnun nýbýla héldist í liendur. En svo hefir ekki orðið í framkvæmdinni. Stjórn Búnaðarbankans virðist ekki liafa litið svo á, að þess væri jafn brýn þörf, livað þá brýnni, því að lánsheimild lil nýbýlis licfir aldrei verið notuð til fulls, heldur takmörkuð meir og meir, fyrir atbeina forstjóra bankans. Þessi takmörkun til lána nýbýla svo og hækkun vaxta, er það sem einkum er athugavert við framkvæmd þess- ara mála. Þrátt fyrir þetta liefir mikið unnizt á. Og má með sanni segja, að vegna Byggingar- og landnámssjóðs og Ræktunarsjóðsins liafi oi'ðið stórfelldar umbætur í ræktun og bjrgging landsins. Hinar aðrar deildir Búnaðarbankans, svo sem smábýladeild, veðdeild, bústofnslánadeild, eru litt starfandi eða ekki, vegna fjárskorts. Eins og áður er getið, voru liin góðu vaxtakjör Byggingar- og landnámssjóðs kölluð ölm- usa. Það var talið, að þessi vildarkjör myndu draga dáð úr bændum, lama sjálfsbjargarviðleitni þeirra o. s. frv. Það er nú sýnt, að þessi lánskjör, eins og þau hafa verið i framkvæmdinni, þyrftu meira að segja að vera töluvert betri. Enda mun það mála sannast, að tæplega sé liægt að ætla einni kynslóð að greiða háa vexti eða endurgreiða liöfuðstól þ.ann, sem fer í að hýsa og' rækta landið. Þegar verið er að vinna verk, sem lengi á að standa og margar kyn- slóðir eiga að njóta, en arður búskapar hins vegar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.