Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 43

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 43
SKINFAXI 43 sko'ðun, þá lieí'ði eg' aldrei skrifað þessa grein. Mér hefði alls ekki gelað dottið það í hug. Þeir, sem halda því fram, að ungmennafélagar megi nú neyta áfengis, ætlu að lesa 2. grein sanmbandslag- anna einu sinni enn, þótt þeir iiaí'i ef til vill gert það margsinnis áður. Þeir hljóta þá að skilja, að úr þvi að U. M. F. eiga að hafa bindindi, þá eiga félagsmenn að vera i bindindi. Ekki sumir, lieldur allir, undantekn- ingarlaust. Það sæmir elcki ungmennafélögum, að halda uppi tvennskonar rétti. Jafnir skuiu þeir vera fyrir lög- unum, og engum þeirra heimilt að vinna gegn háli'ri stefnuskránni. Önnur grein er kröfuharðari en svo, að liún láli sér nægja að skipa félögum „að iiafa hindindi um nautn áfengra drvkkja“. Hún bælir því við, að þau skuli „vinna á allan hátt að útrýmingu þeirra úr landinu“. Ættu þá slik félög að leyfa innan sinna vébanda þá menn, er neyta áfengis? Myndu þau þá ekki verða fræg að endemum eða ódæmum, og gárungarnir geta þess til, að þau ætluðu sér að útrýma áfenginu á þann hátt, að drekka það, unz ekkert væri eflir? Nei, góðir ungmennafélagar! Eftir lögunum cru fé- lögin okkar enn þá bindindisfélög, eins og þau hafa verið eftir sínum fyrri lögum. Enginn góður drengur getur neytt áfengis, meðan hann er i félagi, sem býr við ákvæði 2. greinar sambandaslaga U. M. F. I. Allir góðiv ungmennafélagar hljóta að telja þá grein bindandi eins og drengskaparheit. Annars eru þeir eins og skuldu- nautur, sem neitar að standa við skuldbindingar sínar, ef liann sér þær ekki staðfestar með sinni eigin undir- skrift. Drengskapurinn er þá að engu metinn, en frið- unin er fólgin i þessari fullyrðingu: „Eg hefi ekki brotið neitl drengskaparlieit.“ Það er liægt að halda því fram, að það hafi verið nauðsynlegt, að nema drengskaparlieitið og bindindið úr gildi. Áslandið hafi verið svo illt og jafnvel óþolandi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.