Skinfaxi - 01.02.1934, Qupperneq 66
SKINFAXI
66
þess að geta orðið áhrifaríkari og uppbyggilcgri maður.
Nei. Tilgangurinn er að fá sem mest fyrir sem minnst.
Það er ódrengilegt. Það er að þyngja byrðar félaga
sinna, með því að láta þá bera sig. Það er að sölsa undir
sig forréttindi án allra siðferðilegra raka. Það er að fita
sig' á blóði bræðra sinna. Þeir, sem það gera eiga sálu-
félag við ýmsa fræga menn sögunnar, eins og hafn-
sögumann Tyrkja við Vestmannaeyjar 1627, Efialtes
binn griska, Júdas frá Kariot og marga fleiri. Það eru
mennirnir, sem bregðast hugsjónum fyrir silfurpeuiuga
og annað slíkt og svikja meistara sína og félaga með
kossi og liverju þvi, sem tiltækilegast er. Það eru menn-
irnir, sem bafa ekki manndóm og þrek lil að gera það,
sem þeim finnst sjálfum fallegt og rétt. Það eru menn-
irnir, sem bafa misst skilning á þvi, að félagar þeirra
eiga sér líka rétl. Það eru mennirnir, scm reyna að öðl-
ast án tilverknaðar, bljóta án verðleika. Það eru þessir
menn, sem bafa skap til að stelast undan merkjnm i
barátlu þjóðar sinnar og svikja fólk sitl og félaga.
Sumir lialda, að Júdasarkossinn sé rétt tákn manns-
ins. Merki ódrengskaparins sé brennt á enni allra
manna. En eg beld, að ytri alvik hafi skapað þeniían
veikleika. Það er samskonar örvæntingar-brjálæði, og
lætur menn, sem eru komnir að því að vcrða iiungur-
morða, eta félaga sina. Þó að þetla fína mannát sé al-
géngt, þá er það ckki eðlilegt. Fjöldi manna er bálf-
brjálaður i bugsun og kenndum af arfgengri baráttu
við hungrið og skortinn. Börnin alast upp við þennaii
spillta hugsunarhátt. En bitt má ekki gleymast, því að
það er eina lausnarvonin, að enn þá eru margir, sem
Iiafa þrek, göfgi og drengskap til að standa með félög-
um sinum blið við blið í baráttu og vandræðum lífsins.
Eg trúi ekki á Júdasarkossinn. Hann er afskræmi
mannlegs lífs. Veikleikinn, sem bann stafar af, er sjúk-
dómur sprottinn af skorti, á sinn bátt eins og skyrbjúg-
ur. Læknisráðið cr Idiðslælt, að bæta úr skortinum. En