Skinfaxi - 01.02.1934, Page 72
72
SKINFAXI
haldið að sér höndum i athafnaleysi? Nei. Þorir H. Kr.
að liugsa þetta til enda?
2) Dylgjur höf. um það, að eg sé á móti tækni nú-
tímans og fyrirliti ræktun jarðar, eru alveg út í hött.
Eg vinn að þessu livoru tveggja — ekki af þvi, að cg
lelji það nokkra heilaga dyggð, lieldur af því, að slaða
mín i þjóðfélaginu byggist á því, og afkoma mín cr
undir þvi komin. En mér er það ljóst, að með því er
eg ekki að skapa guðsríki á jörðu. Eg cr ekki það barn,
að iialda því fram, að með striti mínu g'eti eg stytt
vinnutima minn síðar meir og veitt mér öll þau gæði,
sem H. Iír. talar um. Þótt eg væri húinn að vinna til
slíks, þá kemur annað til greina, sem H. Kr. tekur ekki
með í reikninginn:
Þjóðfélagshættir vorir og arðskipting sú, sem þeim
er samfara, gripa inn í og meina mér að njóta ávaxl-
anna af erfiði mínu, eins og efni sanda tii. Þess vegna
bersl eg fyrir breyttum skipulagsháttum, jafnframt því
scm eg reyni að krafsa mig áfrain undir núverandi
skipulagi, meðan það licizt.
3) Hugleiðingar H. Kr. út af Júdasareðlinu og rök-
færsla hans í sambandi við það, minna einna liclzt á
þann verknað, sem lieitir að snúa Faðirvorinu upp á
andslcotann. Hverjum er ]iað að kenna, að alþýðufólk-
ið þarf að vinna sig upp úr sinni eigin stétt? Kannske
okkur II. Ivr. ? cða þá kommúnistum? Nei. Það er liugs-
unarháltur horgarastéttarinnar, sem ryðst inn í fylk-
ingar alþýðunnar, lil þess að kljúfa |iær og sprengja.
Á mcðan að alþýðan hefir ekki lært að sjá gegnum
lilekkingarvef horgarastéttarinnar, stcndur það óhrak-
ið, sem eg sagði í greininni: Að komast áfram, að þeir,
sem hafa manndóm tii þess að vænla sér einhvers af
lífinu, þrá ]iað að vinna sig upp úr stétt alþýðunnar.
Af hverju? Af því að kjör þau, sem borgaraStéttin
skapar alþýðunni, eru svo frumstæð, að þau fullnægja