Skinfaxi - 01.02.1934, Blaðsíða 75
SIvlNFAXI
75
rikjuiiiim. Áriö sem leið voru, a'ð tilhlulun þess, haldnir rúm-
lega 3000 fyrirlestrar. Áheyrendur voru rúmlega 2 miljónir.
Félagið hefir undir höndum 30 fuglafriðlönd, rúmlega 10520
hektara að stærð. Miljónir af fuglum njóta þar friðar og
verndar. Kjörnir eftirlitsmenn frá hendi félagsins hafa um-
sjón með griðastöðum þessum. Ránfuglar eru ekki undan-
skldir friðun á þessum svæðum.
Þetta sýnir áhuga þann, sem ríkir í heiminum, á þessu
velferðar og menningarmáli. íslendingar hafa hingað til stað-
ið fyrir utan þessa starfsemi, en vonandi verður það ekki
lengu r.
Á íslandi eru fáar fuglategundir, samanborið við mörg önn-
ur lönd. Það er því knýjandi nauðsyn, að friða —■ minnsta
kosti mikinn hluta ársins — alla fugla, sem til eru á land-
inu, og undanskiija engan.
Það á að heita svo, að flestir spörfuglar liér á landi
séu alfriðaðir með lögum, og hafa verið það i mörg ár. Iin
hvernig slendur á því, að þeim fjölgar samt ekki meira en
raun ber vitni, þrátt fyrir friðunina? Þetta liefir ekki ver-
ið rannsakað. Ymsar orsakir munu liggja til þessa. Ein er
sú, að kettir drepa t. d. ógrynni af spörfuglum á ári hverju,
ef dæma skal eftir því, sem þeir gera í öðrum löndum. í
Bandaríkjunum, aðeins í fylkjunum fyrir austan Missisippi-
fljótið, er talið svo til, samkvæmt skýrslum hyggðum á ná-
kvæmum rannsóknum, að kettir drepi uin 99.500.000 fugla,
eða allt að 100 miljónum, á einu ári. Það er því óhælt að
fullyrða, að kettir séu skæðustu vargar i fuglahjörð hvers
lands. Margur maður hefir verið sjónarvottur að því, að
spriklandi spörfugl hefir látð lífið í gini kattarins. Ótal aðr-
ar hættur steðja að fuglunum, sem hér er ekki rúm til að
skýra frá.
Áliugasamir þátttakendur i fuglaverndarfélagi geta haft
ótrúlega margbreytt vcrkefni með höndum fuglunum til bjarg-
ar. Það er því hér með skorað á alla nemendur í alþýðu-
skólum landsins, yngri sem eldri, konur sem karla, að fórna
tíma og kröflum í skipulagsbundinn félagsskap, fuglunum
til verndar og hjargar. Að vísu kostar það stríð við þann
margra alda lnigsunarhátt, að fuglarnir, — sem og önnur
hlunnindi lands og lagar, — séu gefnir mönnunum til að
veiða þá sér til matar, og skemmta sér við að drepa þá,
án þess oð lála nokkuð af hendi rakna til náttúrunnar í stað-
inn. En liafi fuglarnir fórnað lífi sínu, hingað til, vegna lik-
amlegra þarfa mannanna, er kominn tími til, að mennirnir