Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 12
Í08
SKINFAXI
notað tœkifærið til að biðja ]já ungniennafclaga, er
það geta, að senda nefndinni efni og tillögur um bók
þessa. —
Skógrækt.
Þessar voru ályktanir þingsins um skógrækt:
„Sambandsþingið telur ekki fært að leggja fram fjár-
styrk til skógræktar, umfram það, sem veitt er til Þrasta-
skógar.
Hins vegar felur þingið sambandsstjóra að skipuleggja
ræktun skógarins, í samráði við skógræklarstjóra, og
hvetja félög nærlendis til þess að leggja fram vinnu i
skóginum á vori hverju eftir gelu.
Einnig telur þingið æskilegt, að fjarliggjandi félög taki
þátt í þessari vinnu, ef þeim er unnt.
Þingið teldi einkar æskilegt, að félögin ynnu öll í
skóginum samdægurs, eftir ákvörðun sambandsstjórnar,
og þessi dagur gæti þannig orðið að sameiginlegum
menningardegi fyrir félögin, samanber hugmynd Skúla
Þorsteinssonar i Skinfaxa, 2. hefti 1935.“
„í sambandi við skipulagningu Þrastaskógar felur þing-
ið stjórn sambandsins til athugunar ])á hugmynd, að fé-
lögum þeim, sem þess óska, verði helgaður sérstakur reit-
ur i Þrastaskógi, til umráða og varðveizlu.“
Nokkur undanfarin ár hefir Umf. Yelvakandi í
Reykjavík unnið í Þrastaskógi einn dag á vori. S. 1.
vor gróðursetti félagið um 700 furuplöntur, ruddi
gangstíga o. fl. — Flokkur manna frá Héraðssam-
bandinu Skarpliéðni vann og einn dag 1 skóginum
síðastliðið vor. —
Skógræktarstjóra hefir enn ekki unnizt timi til að
athuga Þrastaskóg og aðstoða um skipulagsyfirlit um
ræktun hans, en sennilega verður það á næsta vori. —
Ums. Dalamanna hefir þegar ákveðið að taka reit í
Þraslaskógi til umhirðu.