Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 23
SKINFAXI 119 Margrét Jónsdóttir: ( landl Selmu Lagerlðf Svíþjóð, Svíþjóð, grundin góða, grænna skóga og vatna land! Landið þar, sem léttast kveður ljóð sín mar við fjörusand. Landið sagna, söngva, kvæða, Selmu, Tegnérs, Frödings láð. Hver á skærri hörpustrengi? Hvar var dýpri tónum náð? Heí'ir þú nokkru sinni liitt á óskastund? Eg býst við, að þú svarir mér neitandi. Við gleymum því einatt, er óskirnar rætast, en erum minnugri á hitt, þegar ekki vildi að óskum ganga. — í þetta sinn fæ eg að minnsta kosti ósk mína uppfyllta, hugsaði eg með sjálfri mér. Eg var á leið lil Vármlands. Ó, Vármaland, þú dýrlega, draumfagra land, sú drottningin, eg hygg af öllum heri. — Filipstad, Kristinehavn, Kil, Torshy, Sunne. Þannig hljóðar ferðaáætlunin. Eg er ein míns liðs og er að koma úr Dölunum, og Filipstad er fyrsti áfangastaður j Vármlandi. En þar hafði eg aðeins skamma dvöl. Kom þar að kvöldi dags, þann 9. júli í mesta blíðskaparveðri, og ætlaði að halda ferðinni áfram, þegar næsta morgun. Eg var þreytt og leitaði mér þvi að gististað. Morguninn eftir var eg timanlega á fótum og gekk ofurlitið um bæinn. Virtist mér þetla vera snotur smábær. Eg lenti þar inni í kirkjugarði. Ilélt eg í fyrstu, að það væri skemmtigarður (vegna legunnar). Þar rakst eg á minn- ismerki yfir John Ericsson, vélasnillinginn fræga. — Lestin lagði af stað til Kristinehavn klukkan rúmlega 9. Það var steikjandi hiti, og þá er litið gaman að sitja í járnbrautarvögnum. Eg var nú samt vel hress, hafði sofið ágætlega um nóttina og þótti gaman að virða fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.