Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 9
SIÍINFAXI
105
liafa að verkefni, að vinna friSarhugs'jóninni fylgi með-
al æskulýðs Norðurlanda. En jafnframt mun norræna
æskulýðsnefndin leita samvinnu við æskulýðssamtök
annarra landa, með þeirri hugsun, að koma á stofn
alþjóðlegri æskulýðsnefnd til að vinna að friði og menn-
ingu i samskiptum þjóðanna.
Vér biðjum yður hér með að gera það, sem í yðar
valdi stendur, til þess að heiðraður félagsskapur yðar
taki þátt í norrænu æskulýðsstarfi fyrir friðarhugsjón-
ina.
Ætlazt er til, að skipaðar verði æskulýðsnefndir i
Svíþjóð, Finnlandi, íslandi og Danmörku. Vér biðjum
yður að koma upp slíkri nefnd í yðar landi, svo fljótt
sem auðið er. Þess er og vænzt, að æskulýðshefndin i
landi yðar sé fús til að ganga inn í norræná æsku-
lýðsnefnd.
Vér vonumst eftir jákvæðu svari. Munu þá æskulýðs-
nefndir landanna geta komið saman til að ráðstafa
framkvæmdum.
Norðurlönd hafa nú hlutverk að vinna. Norræn æska
á sér ætlunarverk, þar s'em er hugsjónin um frið og
menningu meðal þjóða.“
Boðsbrcf þetta var sent þessum íslenzku félögutn:
Bandalagi islenzkra skáta, Iv. F. U. M., K. F. U. K. og
U. M. F. í.
Sambandsstjórnin ákvað þeg'ar að taka þátt í sam-
vinnu þcirri, sem bréf þetla hljóðar um. Skipaði lnin
í nefndina af bálfu U. M. F. 1. varasambandsstjórann,
Eirík J. Eiríksson guðfræðikandidat, kennara við hér-
aðsskólann að Nújti i Dýrafirði. Fór hann utan fáum
dögum síðar, til námsdvalar í Svíþjóð fram á vetur,
og ætlaði að bafa tal af IJalvdan W. Freihow og öðr-
um forvígismönnum þessa rnáls í Noregi um leið.
Bétt er að geta um það í þessu sambandi, að í ágúst-
lok barsl sambandsstjóra bréf frá Alþýðusambandi Is-
lands, þar sem það fór fram á, að U. M. F. I. beitti sér,
ásamt því, fyrir fjársöfnun lil styrktar lýðræðissinnum
á Spáni, vegna borgarastyrjaldarinnar þar. Sambands-
stjórnin sá sér eigi fært að sinna þessu máli á annan