Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 26
122
SKINFAXI
og fyrir fslendinginn, sem alinn er upp viö skógleysi, er
þægilegt að hvíla augun á skógíáusum, grænum rjóðr-
unum, inn á milli. Vatnið glampar í kvöldsólinni, i
mörgum litum. Lestin heldur áfram, framhjá Rottne-
ros, Ekeby í sögu Gösta Berlings. Eg hefi ásett mér
að dvelja nokkra daga i Sunne, eða þar i grenndinni, en
í kvöld held eg samt áfram alla leið til Torsby. Þaðan
ætla eg mér svo aftur til Sunne, með skipi, eftir Fryken-
vatninu. Sunne er dálítill bær við sundið, er sameinar
F.fra og Neðra Frvkenvatnið. Það er Broby í sögu Gösta
Berlings, þar sem Brobypresturinn ágjarni átti lieima
og dóttirin hans, og þar stendur enn gistihúsið, þar
sem majorsfrúin talaði um fyrir Gösta, svo að hann
kaus að lifa áfram. Þarna ris Gurlita-klettur úr vatninu,
þar sem bjarndýrið hafðist við, er djákninn fátæki
skaut með silfurkúlu, og fann siðan fimm hundruð
rikisdali í kjafti undraskepnunnar, og gat svo gifzt
sfúlkunni, sem hann unni. — Eg átta mig varla, fyrr
en lestin staðnæmist í Torsby, er liggur við nyrðri enda
vatnsins; nú er aðeins skammt til norsku landamær-
anna.
Eg gef mér engan tíma til að lilast um, því að eg er
dauðþreylt og svöng. Þarna stendur „Torsby Pensio-
nat“ með stórum stöfum utan á livítu, snotru húsi.
Það er rétt lijá járnbrautarstöðinni. Eg flýti mér þang-
að, bið um gistingu, og það verður úr, að eg ræð af að
gista þarna i þrjár nætur. Eg þarf að hvila mig, og það
er dýrt að gista aðeins eina nótt í stað. Eg fæ laglega
stofu til íbúðar, en loftið þar inni er nokkuð þungt; það
er svo heitt og mollulegt í veðri. Eg sé, að nægar hækur
liggja á borðinu, og húsfreyjan segir mér, að baðströnd-
in sé skammt frá. — Það er víst allt í bezta lagi. Eg
snæði kvöldverðinn; bann er dágóður, en þó ekki líkt
því eins og eg hefi átt að venjast, bæði i Stokkhólmi
og í Dölunum. — Hér flóir kannske ekki allt út í hnaus-
þvkkum rjóma, eins og þar. — Daginn eftir er sami