Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 64
1 (50
SKIXFAXI
kvæm fyrirsögn um söfnun jurta og meðferS jurtasafna. 05
myndir prýða bókina. Þetta er sérlega góð og handhæg bók
fyrir unglinga, sem vilja kynnast á eigin spýtur „riki liinnar
fögru Flóru“ og leita fróðleiks og ánægjustunda við jurta-
söfnun.
Vakna þú, Island, söngvar alþýðu, heitir lítil söngbók, sem
Karlakór verkamanna í Reykjavík hefir gefið út. Er hún gef-
in út til að bæta úr „mjög tilfinnanlegri vöntun á söngbók
handa alþýðu, þar sem dregin væru saman i eina heild Ijóð
og söngvar, sem til eru orðin í baráttu alþýðunnar og hæf
mega kallast til söngs.“ Er þarna margt prýðilegra alþýðu-
söngva og hvataljóða, gamalla og nýrra, og líklegt að kver-
ið verði vinsælt. En óskaplegur leirburður er líka til innan-
um, og þyrfti að yrkja upp fyrir næstu útgáfu annað eins og
t. d. „Fram allir verkamenn" (bls. 34) o. fl.
Ðvöl kom út sem fylgirit Nýja dagblaðsins í þrjú ár og
varð vinsælt rit fyrir vel vahla smásögur o. II. Um s.l. áramót
keypti Vigfús Guðmundsson Dvöl og gefur hana út sem sjálf-
stætl skemmtirit. Eru átta hefti þegar komin út, og er mikill
myndarbragur á ritinu. Dvöl flytur mikið af þýddum smásög-
um, eingöngu eftir fræga og ágæta höfunda, kvæði og smá-
sögur eftir íslenzk skáld, fræðigreinar, ferðasögur og skrítlur.
Ritstjórinn, Vigfús Guðmundsson, sem lengi hefir verið í Borg-
arnesi, er alkunnur sem einn vinsælasti veitingamaður lands-
ins, og auk ])ess innan ungmennafélaganna sem áhugasamur
og óþreytandi félagsmaður. Ef dæma má eftir því, sem hann
hefir þegar sent frá sér af Dvöl, er hann allt að því eins
sniðugur að stjórna framreiðslu bókmennta eins og matar.
Svimjing heitir færeysk kennslubók í sundi, sem kom út í
vor, eftir Poul E. Peterscn kennara i Mykinesi og helzta
íþróttafrömuð eyjanna. Bókin er mjög skýr og skipulega sam-
in, með 100 ágætum, myndum, sumum litprentuðum. Vafalaust
gætu íslenzkir sundnemendur haft hennar mikil not, þar sem
okkur skortir góða handbók í sundi. Engum er vorkennandi
að skilja málið.
I'élagsprentsmiðjan.