Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 29
SKINFAXí
125
er allt svo óverulegt, sem hún skrifar. Eg er ekki hrifin
af Lagerlöf, þá fellur mér l)etur vi'ð Sigrid Undset.
— Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, hugsaði eg
og sleit talinu.
Morguninn eftir kvaddi eg þessa kunningjakonu
mína og Torshy og steig um borð i skipið, er har nafn
Selmu Lagerlöf og álti að flvtja mig til Sunne.
Það er steikjandi liiti. Eg tek mér auðvitað sæti á
þiljum uppi, og bráðlega leggur „Selma Lagerlöf“ frá
landi. Vatnið er spegilslétt og glitrar i sólskininu, en
ofurlítil þokumóða livílir yfir hæðunum. Það er lölu-
vert af farþegum, hæði innlendum og útlendum. Eg
lít inn i reykingasalinn. Þar hangir stór mynd á veggn-
um af dr. Lagerlöf, og rétt hjá er auglýsingaspjald.
Stendur þar, að hér fáist póstkort af öllum helztu sögu-
stöðum í sögu Gösla Berlings. Það er svo sem auðséð á
öllu, að Vármlendingar vita, hvað á við ferðafólkið, og
að þeir kunna vel að gera sér mat úr ýmsu, bókstaflega.
Eg horfi á hlíðarnar og vatnið. Ilvergi sést nokkur
gári, nema rákin eftir skipið. Hér er miklu svalara en
á landi, og varla er hægt að hugsa sér öllu skemmtilegra
ferðalag, en að sigla á vötnum í svona veðri. Farþeg-
arnir eru lika glaðir. Þarna stendur þrekvaxinn Dani,
með fiðlukassa við hlið. Einliverjir eru að reyna að fá
hann til að leika á fiðluna, og líður ekki á löngu, þar
til hann leikur, hvert þjóðlagið á fætur öðru. Fólkið
skemmtir sér auðsjáanlega vel, og mér finnsl þessi fiðlu-
leikur falla einkar vel inn í umgerðina.
Að tveim stundum liðnum leggst skipið við bryggju
i Sunne; margir farþegar stíga á land, þar á meðal eg.
En skipið heldur áfram til Fryksla, eftir skannna við-
dvöl.
Eg hafði ásett mér, að dveljast nokkra daga i grennd
við Sunne og skoða fegurð Vármlands og helztu sögu-
staði úr sögu Gösta Berlings o. fl. En eg hafði viljað