Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1936, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.10.1936, Qupperneq 29
SKINFAXí 125 er allt svo óverulegt, sem hún skrifar. Eg er ekki hrifin af Lagerlöf, þá fellur mér l)etur vi'ð Sigrid Undset. — Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, hugsaði eg og sleit talinu. Morguninn eftir kvaddi eg þessa kunningjakonu mína og Torshy og steig um borð i skipið, er har nafn Selmu Lagerlöf og álti að flvtja mig til Sunne. Það er steikjandi liiti. Eg tek mér auðvitað sæti á þiljum uppi, og bráðlega leggur „Selma Lagerlöf“ frá landi. Vatnið er spegilslétt og glitrar i sólskininu, en ofurlítil þokumóða livílir yfir hæðunum. Það er lölu- vert af farþegum, hæði innlendum og útlendum. Eg lít inn i reykingasalinn. Þar hangir stór mynd á veggn- um af dr. Lagerlöf, og rétt hjá er auglýsingaspjald. Stendur þar, að hér fáist póstkort af öllum helztu sögu- stöðum í sögu Gösla Berlings. Það er svo sem auðséð á öllu, að Vármlendingar vita, hvað á við ferðafólkið, og að þeir kunna vel að gera sér mat úr ýmsu, bókstaflega. Eg horfi á hlíðarnar og vatnið. Ilvergi sést nokkur gári, nema rákin eftir skipið. Hér er miklu svalara en á landi, og varla er hægt að hugsa sér öllu skemmtilegra ferðalag, en að sigla á vötnum í svona veðri. Farþeg- arnir eru lika glaðir. Þarna stendur þrekvaxinn Dani, með fiðlukassa við hlið. Einliverjir eru að reyna að fá hann til að leika á fiðluna, og líður ekki á löngu, þar til hann leikur, hvert þjóðlagið á fætur öðru. Fólkið skemmtir sér auðsjáanlega vel, og mér finnsl þessi fiðlu- leikur falla einkar vel inn í umgerðina. Að tveim stundum liðnum leggst skipið við bryggju i Sunne; margir farþegar stíga á land, þar á meðal eg. En skipið heldur áfram til Fryksla, eftir skannna við- dvöl. Eg hafði ásett mér, að dveljast nokkra daga i grennd við Sunne og skoða fegurð Vármlands og helztu sögu- staði úr sögu Gösta Berlings o. fl. En eg hafði viljað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.