Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 5
SKINFAXI
101
2. Aö athuga möguleika fyrir samvinnu við Búnaöar-
félag íslands, þannig, aö B. í. styðji jarðræktar- og land-
námsstarfsemi U.M.F.
3. Að beita sér fyrir nýrri vakningu og aukinni út-
breiðslu ungmennafélagsskaparins, til umbóta lífsskilyrð-
um i sveitum landsins.
4. Að koma á félagsbundinni ræktunar- og landbún-
aðarstarfsemi drengja og stúlkna, líka því, sem gerist
i Bandarikjunum og i ýmsum löndum Evrópu, ef til
þess fæst stuðningur sá, sem um getur í 1. og 2. lið
þessarar samþyklctar.“
Þegar eftir þingið sneri sambandsstjóri sér til land-
búnaðarráðherra, Hermanns Jónassonar forsætis-
ráðherra, og fór fram á við hann, að ríkisstjórnin
fæli sendiráði íslands í Kaupmannahöfn að rann-
saka, hvort kostur væri á að fá styrk frá Inter-
national Education Board eða Rockefellerstofnuninni,
eins og kunnugt er, að æskulýðsfélög ýmsra landa
Evrópu liafa fengið, þar á meðal Danmörk, Finnland
og Sviþjóð. Ráðherrann tók málaleitun sambandsstjóra
rneð áhuga og vinsemd og lét þegar skrifa sendiráðinu
um málið. Nú hefir sambandsstjóra borizt bréf frá
ráðherranum, ásamt afriti af svari sendiherra um mál-
ið. Hafa eftirgrejinslanir sendiherrans leitt í ljós, að
framangreindar stofnanir eru hættar að veita styrki
tit jarðræktarstarfsemi æskulýðsfélaga. Eru þar með
brostnar þær vonir, sem á slikum styrk voru reistar.
Þá hefir sambandsstjóri rætt við búnaðarmálastjóra
um væntanlega landbúnaðarstarfsemi ungmennafélaga
og samvinnu við Búnaðarfélag íslands, og fengið mjög
vinsamlegar undirtektir. Mun sambandsstjórnin leggja
erindi um samvinnu og stuðning fyrir búnaðarþing á
vetri komanda. Einnig mun verða leitað til næsta
Alþingis um aukinn styrk til að hrinda af stað vakn-
ingu í þessu efni.
En jafnframt þvi, sem Umf. snúa sér sérstaklega að
umbótamálum landhúnaðarins, verða þau, bæði ein-