Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 6
102
SKINFAXI
slök félög og sambandslieildin, að liafa vakandi augu
á tækifærum til að „vinriá að því, að næg og lifvænleg
atvinna bíði allra unglinga, er vaxa upp í landinu“.
Menningarstörf.
Sambandsþinginu var það Ijóst, eins og Umf. liefir
alltaf verið, að þjóðin Iifir ekki á einum saman mat,
lieldur er sjálfslæð, almenn og fjölhliða menning jafn-
mikið lífsskilyrði hennar og arðgæf atvinna. Starfsemi
Umf. að umbótum í landbúnaði og öðrum atvinnu-
greinum Iilýtur því að bafa tvær hliðar: atvinnuhlið
og menningarhlið. í menningarstörfunum er tvennt að
vinna, og má hvorugt verða útundan: Að hljápa ein-
staklingnum lil þroska, aukins manngildis og meiri
þekkingar, og að gera umhverfi fólksins og aðbúnað
þannig, að það veili sem liollust skilyrði til að lifa
menningarlifi.
l’m þctla efni samþykkti sambandsþingið eftirfar-
andi ályktanir:
„Sambandsþing skorar á ungmennafélögin að halda
áfram ötulli baráttu fyrir því, að koma upp fastaskól-
um — heimavistar- og heimangönguskólum — i sveit-
um landsins.
Einnig skorar sambandsþingið á sambandsstjórnina að
beita sér fyrir því, að flutt verði erindi um barnafræðsl-
una og önnur uppeldismál og leiti i því sambandi sam-
starfs við stjórn Sambands' ísl. barnakennara og fræðslu-
málastjórn.“
„Sambándsþing skorar á sambandsstjórn og hin ein-
stöku félög U.M.F.Í. að beita sér fyrir því, að takast megi
að skapa þjóðlegri og samræmari stíl i húsgagna- og
húsagerð í sveitum landsins, heldur en nú er þar al-
mennt að finna.“
Áskoruninni til nngmennafélaganna, i fyrri sam-
þykktinni, vil eg láta fylgja þetta: Nýju fræðslulögin,
sem gengu í gildi á þessu ári, gera ráð fyrir, að far-
skólar sveitanna leggist niður svo fljótt sem auðið er,