Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 48
144
SKINFAXI
i)org. Húsin voru fögur og skipulega sett og umliverfis
þau voru litfagrir Ijlómgarðar. í listigörðum borgar-
innar voru lauffagrir skógar, þar sem fuglar sungu
margraddað og yndislega og trén stóðu á höfði í spegil-
gljáum himinbláma vatnanna. Þarna streymdi fólk
l'ram og aftur, maður og kona, piltur og stúlka, Iilið
við hlið og nutu liinnar draumkenndu fegurðar og sinn-
ar ljúfu áslar.
Við komum í hús borgarbúa. Alstaðar var að sjá auð-
legð, hamingju og fegurð, samfara allri þeirri tækni,
sem mannsandinn hefir fundið upp, til þess að gera líf-
ið dásamlegt á þessari jörð. Á kvöldin fóru borgarbúar
í ótal samkomuhús, leikhús, kvikmyndahús, kaffi- og
fjölleikalnis. Lifði og naut lifsins við hljóðfæraslátt og
hverskonar unað er það gat upphugsað. Eg þekkti margt
af þessu fólki, sem eg sá þarna. Hafði séð það áður und-
ir öðrum kringumstæðum. Það var sama fólkið og bafði
útbýtt gjöfunum lil náunga sinna í ríki Fátæktarinnar.
Nú var allur guðræknissvipur horfinn af andlitum þess,
og í staðinn kominn svipur lieimsmannsins. Hinn ó-
kúgaði svipur mannlegs eðlis.
— Þannig er mitt fólk, þannig er mitt ríki, sagði
fvlgdarkona mín.
Sál mín var ánægð, henni leið vel.
Við komum i kjallara nokkurra húsa. Þar voru krár.
Gegn um þykka tóbakssvælu grillti í dúklaus borðin,
þar sem menn sátu yfir ölkrúsum og blótsvrði og klám-
sögur gengu mann frá manni, fylgt eftir af ruddalegum,
frumstæðum hlátrum. Stundum virtist allt komast i
uppnám út af engu, og menn slógust unz blóð lagaði
úr þeim og glös og ölflöskur gengu horna á milli. Hálf-
naktir likamir vændiskvenna dönsuðu á milli borðanna,
og var fagnað af dýrslegu öskri áhorfendanna.
Eg leit forviða á fylgdarkonu mína, en liún var eins
og hún átti að sér og virtist ekki ofbjóða þetta á nokk-
urn hátt, en bún svaraði ósagðri spurningu minni: