Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 63

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 63
SICINFAXI 159 Bækur. Árni Ólafsson: Ást við fyrstu sýn og fleiri sögur. Reykjavík 1936. Þetta eru fjórar smásögur, og þó varla nema þrjár, því að fyrsta sagan, sem bókin heitir eftir, er aSeins þrjá blaSsíður, og verður endursögð til fulls í tveimur setningum: MaSur sér laglega stúlku snöggvast og verður svolítiS skotinn í henni. Hinar sögurnar eru lengri og viSameiri, og fremur læsilegar, einkum RauSa koddabótin. En þær eru miklu fremur sálfræSi- legar athuganir og tilraunir meS persónurnar, en skáldskapur. Höf. hefir bersýnilega kynnl sér sálarfræSi og hefir gaman af aS fást viS ýmis sviS hennar, einkum hvatalíf manna. Börnin. Boðorðin 7 um barnauppeldi, lieitir bók, sem kom út á Akureyri s.l. vor, eftir sænska konu, Margit Cassel-Wohlin, en Snorri Sigfússon skólastjóri hefir „þýtt og lagað sumt fyrir íslenzka staðhætti“. Bókin er skemmtilega skrifuð, af skilningi og þekkingu á börnum og barnslegu eSli, og krydduS góðuni teikningum. Yæri mjög þarflegt aS hún kæmist til sem allra flestra þeirra, sem eitthvaS fást viS uppeldi barna. Einn kafli í bókinni er um hvert boSorSanna sjö, en þau hljóSa svo: Gerðu barninu mögulegt aS svala starfslöngun sinni. LofaSu barninu aS hafa næSi. Festu hollar venjur og hafSu daglegt líf reglubundið. Vertu hreinskilinn viS barniS. Hræddu aldrei barn. RefsaSu sjaldan, hóflega og réttlátt. Legðu rækt við sam- úðarkenndir barnsins. — Snorri Sigfússon hefir unnið þarft verk með þýðingu bókarinnar. Búnaðarsamband Yestfjarða. Skýrslur og rit 1932—1935. AuS aðalfundagerða, skýrslna og reikninga sambandsins eru í riti þessu skýrslur um ræktun í SkrúS, hinum fræga gróðr- arreit séra Sigtryggs Guðlaugssonar, og tvær prýðilegar rit- gerðir um búnaSarmál: Búfjármál Vestfirðinga eftir Jóhannes Davíðsson og HugleiSingar um landbúnað og lifnaðarhætti eftir Kristin Guðlaugsson. Rit þetta á skilið útbreiðslu víðar en um VestfirSi. Jurtagróður, fegurð hans' og fjölbreytni, heitir lítið fræðslu- rit, sem Geir Gigja kennari og náttúrufræðingur hefir skrif- að. Er það grasafræði í stuttu en mjög skýru máli, og ná-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.