Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 49

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 49
SKINFAXl 145 — Þetla fólk á ekki liér heima, það er frá ríki nábúa- konu minnar. Það kemur hingað til þess að gera sér glaðan dag. — En því getur það ekki skemmt sér heima? spurði eg af fávizku: — Þar liefir það engin tækifæri, svo að dætur mínar liafa kennt í hrjósti um það og lofa því að vera hér. Það vinnur iíka við uppskeruna hjá okkur í staðinn. Það varð nótt í horginni. Friðsæl tunglskinsnótt, en í skugga húsanna varð eg var við að menn földu sig. Flóttalegir mcnn, er leituðu færis um að komast inn í húsin og ræna þar. — — Ilvaða menn eru þetta? spurði eg. — Þeir eiga ekki heima hér. Þeir eru frá nábúakonu minni. Þeir eru oft svangir og líður illa. Dætur mínar Iiafa fengið samúð með þeim og í þeirra skjóli fá þeir að vera liér, annars væri eg húin að láta taka þá fyrir löngu síðan, sagði fylgdarkona mín. Síðan fór hún með mér út á þjóðveginn, rétti mér hönd sina og sagði: — Eg er Auðlegðin, sem er send inn í líf ykkar mannanna til þess að skapa þeim, er mér vilja fylgja, ánægjulega daga. Ilún var horfin og fylgdarmaður minn stóð aftur við hlið mér og sagði: — Nú liefi eg sýnt þér tvö riki. Hvort viltu eiga heima i hinu góða eða hinu illa? — Eg vil eiga heima í hinu góða, sagði eg. — Auðvitað, og þú verður að vita hvert sá vegur ligg- ur, er þú ætlar að ganga. Hvorum megin ætlarðu þá að vera ? Eg sá hvað hann vildi að eg segði, en sál mín var rsvo ung. Eg lukaði augnahlik. — Mér finnsl .... mér sýnist.....En það cr engu betra, stamaði eg. 10

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.