Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 23

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 23
SKINFAXI 119 Margrét Jónsdóttir: ( landl Selmu Lagerlðf Svíþjóð, Svíþjóð, grundin góða, grænna skóga og vatna land! Landið þar, sem léttast kveður ljóð sín mar við fjörusand. Landið sagna, söngva, kvæða, Selmu, Tegnérs, Frödings láð. Hver á skærri hörpustrengi? Hvar var dýpri tónum náð? Heí'ir þú nokkru sinni liitt á óskastund? Eg býst við, að þú svarir mér neitandi. Við gleymum því einatt, er óskirnar rætast, en erum minnugri á hitt, þegar ekki vildi að óskum ganga. — í þetta sinn fæ eg að minnsta kosti ósk mína uppfyllta, hugsaði eg með sjálfri mér. Eg var á leið lil Vármlands. Ó, Vármaland, þú dýrlega, draumfagra land, sú drottningin, eg hygg af öllum heri. — Filipstad, Kristinehavn, Kil, Torshy, Sunne. Þannig hljóðar ferðaáætlunin. Eg er ein míns liðs og er að koma úr Dölunum, og Filipstad er fyrsti áfangastaður j Vármlandi. En þar hafði eg aðeins skamma dvöl. Kom þar að kvöldi dags, þann 9. júli í mesta blíðskaparveðri, og ætlaði að halda ferðinni áfram, þegar næsta morgun. Eg var þreytt og leitaði mér þvi að gististað. Morguninn eftir var eg timanlega á fótum og gekk ofurlitið um bæinn. Virtist mér þetla vera snotur smábær. Eg lenti þar inni í kirkjugarði. Ilélt eg í fyrstu, að það væri skemmtigarður (vegna legunnar). Þar rakst eg á minn- ismerki yfir John Ericsson, vélasnillinginn fræga. — Lestin lagði af stað til Kristinehavn klukkan rúmlega 9. Það var steikjandi hiti, og þá er litið gaman að sitja í járnbrautarvögnum. Eg var nú samt vel hress, hafði sofið ágætlega um nóttina og þótti gaman að virða fyr-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.