Skinfaxi - 01.05.1943, Qupperneq 2
4
SKINFAXI
Sr. Eiríkur J. Eiríksson:
Ræða
við kveðjuathöfn Aðalsteins Sigmunds-
sonar í fríkirkjunni í Reykjavík
29. apríl 1943.
„Og konungurinn mun svara og segja viS þá:
Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér
hafið gjört þelta einum þessara minna minnstu
bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Mt. 25,40.
Aðalsteinn Sigmundsson sagði einu sinni l'rá því,
að varla hefði hann öðru sinni verið í jafn miklum
vafa og haustið 1918, er hann réð af, þá 21 árs gamall,
að iialda liingað til Reykjavíkur í 3. hekk lcennaráskól-
ans. Tvö öfl áttust við í tiuga hans: Heimaástin annars
vegar, hins vegar útþrá og þroskalöngun. Hann segist
h.afa verið kominn á fremsta hlunn með að gefa upp
róðurinn að því takmarki, sem liann hafði sett sér að
ná og unni og virti. „En ég liristi af mér hlekkina,“
segir hann. „Og mér fannst sem hjarta mitt væri níst,
er heimadalurinn livarf mér sjónum og við tóku héruð
þau, er engin ítök átlu í mér.“
Aðalsteinn á i þessu uppgjöri, er síra Magnús Helga-
son ritar honum: „Ekki vil ég missa yður frá kennslu-
slörfum, ég hcfi þá trú á yður, að þér glevmið seint
þeim verðmætum, sem ekki eyðir mölur né ryð. Slík’a
Inenn þarf í kennarahópinn.“ Trúin á hin varanlegu
verðmæti réðu og vali hins unga manns. Hann ann
hugsjón þroskans og er henni varanlega trúr. Hann
yfirgefur hjarlfólgnar æskustöðvar og tieldur tiingað
að hoði hennar.
Og nú skal haldið heim aftur. Heim aftur, eftir aldar-