Skinfaxi - 01.05.1943, Síða 3
SKINFAXl
5
fjórðungs fjarveru. VirSum fyrir okkur komu liins
góða gests.
Pegar Aðalsteinn gerðist skólastjóri við barnaskóf-
ann á Eyrarbakka hófst nýtt timabil í sögu þorpsins,
það birti i fræðslu- og menningarmálum. Hinn nýi
skólastjóri og samkennarar hans tóku höndum saman
við starfskrafta, er voru á staðnum, lil ýmiskonar um-
bóta. Það bvessti og með birtingunni. Nýbreytni bins
unga forstöðumanns þótti sum orka tvímælis og nokk-
uð þótti hann barður i horn að taka, ef vart vai'ð undan-
braöSa varðandi fræðslumálin. Hann þótti og laka
óvægilega á drykkjuskaparóreglu. Stjórnmálaskoðanir
iians voru taldar i róttækara lagi og fluttar af full
mikiili einurð. Mörgum fannst maðurinn ekki geð-
þekkur. Málblær aðkoniumannsins þótti einkennilegur.
Hinn gælni maður, sira Magnús Helgason, bafði þó
mælt með þessum manni einkar sterklega og gefið
skólanefndinni um leið eitt ráð: „Látið Aðalstein ráða,
þá er skólanum borgið.“ Ýmsir árelcstrar urðu og ó-
ánægja. Verður það ekki rakið liér, en nú munu Eyr-i
bekkingar yfirleitt þeirrar skoðunar, að meðmæli sira
M'gnúsar bafi ekki verið út i hláinn né ráðlegging
bans. Stjórn Aðalsteins á skólanum var ágæl, enda
samstarfsmenn hans þar honum sérstaklega sambentir.
Kennarahæfileikar lians reyndust einnig með ágætunn
Einkum lét bonum vel kennsla i náttúrufræði og móð-
urmálinu. Svo lieill var Aðalsteinn og allur í starfi sínu
við skólann, að börnunum fannst bann vera ofar hvers-;
dagsleikanum og urðu morg unnandi náminu, svo að
þau lciluðu sér framhaldsmenntunar, oft með beinum
stuðningi Aðalsteins.
Aðalstcinn stofnaði barnafélag í skólanum, ung-
mennafélagsdeild og áttu börnin þar margar yndislega
bjartar stundir, sem bafa reynzt þeim sólargeislar síðar
á æfinni. Eélagslíf alll var yfirleitt með miklum blóma
öll ár Aðalsteins á Eyrarbakka.