Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1943, Page 11

Skinfaxi - 01.05.1943, Page 11
SKINFAXI 13 Þin fylf/d var betri en fjölda annars liðs. Þótt færirðu ei með glym og vopnabraki, ])ú numdir orð, hins aldna og nýja siðs. Því átt j)ú merkan feril þér að baki. í ógn og raun þú öðrum reyndisl bezt, og afrek þitt ei hófst á léðum fjöðrum. Þú settir aldrei sjálfan þig á hest, I söðulinn þú lyftir jafnan öðrum. Þú bauðst mér veikum bróðurarm og mund. Þú bauðst mér sjúkum undir tjaldskör þina, og enn er Ijúf hin sœla sumarstund, þar sá ég aflur vonargeisla skína. Þá fannst mér eins og fyrsta vor á jörð, hve fagurt var í blíðum Þrastalundi. Með nýjar urlir, nýja fuglahjörð, og nýja von um prúða œskufundi. Við orktum saman æsku fjörug Ijóð, sem enginn maður þurfti neitt að fást um. Þau spruttu fram af gáskans helgu glóð, og gagnrýnin ei hafði neitt að kljást um. Þú Ingólfsfjall og Álftavatn og Sog, sem áttuð þátt i vorum sæludraumi, og áratog um fagra vik og vog. Ó vor! og sumar! fjarri þys og glaumi. Einn samanburður segir eigi fátt, að sumir beita ævilöngu níði, en aðrir taka ævilangan þátt í örlaganna gleði, sory og stríði. Þú áttir þessa dýru tröllatryggð, með trú á attt hið fagra, sanna og góða, og allt þitt tíf var merlað dug og dyggð, sem drottinn veitir sönnum hjartans gróða. Já, allt þitt tif var íslands gæfuteit, með æskubrag í lund og mund og verki. Svo ris þú upp, þú æskumantia sveit, nú er þitt verk að hefja fallið merki. R í k a r ð u r J ó n s s o n.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.