Skinfaxi - 01.05.1943, Qupperneq 12
14
SKINFAXI
f /
odva.h.(0 (.há. 'LLnq.mQnnafiífiafyL J.sflancts
vegna Minningarsjóðs Aðalsteins Sigmundssonar
Með hinu sviplega fráfalli Aðalsteins Sigmunds-
sonar kennara hafa ungmennafélögin misst hinn fórn-
fásasta forvígismann, er fgrir þau hefir unnið og
kennarastéttin einn af merkustu brautryðjendum
sínum.
Vngmennafélag ístands hefir ákveðið að stofna
sjóð til minningar um Aðalstein Sigmundsson. Mark-
mið hans á að vera að stuðla að menntun efnilegra
manna, er sýnt hafa áhuga og þroska til félagslegra
starfa innan U.M.F.Í. Sambandsþing U.M.F.Í. í vor
setur reglugerð um sjóðinn.
Aðalsteinn Sigmundsson gerðist athafnasamur fé-
lagsmaður í fyrsta Umf. í landinu, Umf. Akureyrar,
á unglingsaldri og vann Umf. allt, sem hann mátti
til síðustu stundar. Efling þeirra var eitt af hjart-
fólgnustu áhugamálum hans og hefir enginn einstak-
ur maður unnið jafn lengi fyrir Umf. af milcilli fórn-
fýsi og einlægni sem Aðalsteinn. Þá sýndi hann ó-
venjulega mikla umhyggju fgrir efnilegum nemend-
um sínum, er höfðu erfiða aðstöðu til náms og stuðl-
aði að framhaldsnámi margra þeirra með ýmsum
hætti. Við vitum því ekkert, sem er í betra samræmi
við lífsstarf hans og áhugamál, en stofnun sjóðs, er
hefir þann höfuð tilgang, að koma fátækum, efnileg-
um en félagsluriduðum æskumönnum til aukins
þroska og menntunar.
Ungmennafélag íslands leggur kr. 2000,00 fram og
heitir á Umf. um allt land og hina mörgu nemendur
og vini Aðalsteins að auka við þessa upphæð, til þess
að varðveita minningu hans á þann hátt, sem er i
mestu samræmi við lífsstarf hans og við þykjumst
vissir um að hafi verið honum næst skapi.