Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 13
SKINFAXI
15
Skipulagsskrá
fvrir Minningarsjóð Aðalsteins Sigmundssonar kennara.
(Samþ. af 14. þingi U. M. F. í. að Hvanneyri, 24. og 25.. júní s.l.
og hefir nú lilolið staðfestingu ríkisstjóra).
1. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Aðalsteins Sig-
Frumdssonar kennara.
2. gr.
Sjóðurinn er slofnaður af Ungmennafélagi íslands,
með framlagi frá því, svo og liéraðssamböndum, ein-
stökum félögum og vinum Aðalsteins. Alls að uppliæð
kr. 10,000.00 — tíu þúsund krónur. —
3. gr.
Tilgangur sjóðsins er, að styrkja til náms efnilega,
én fátæka unglinga, er sýnt Iiafa þroska og hæfni til
félagslegra starfa innan U. M. F. í.
Dcigblöðin í Reykjavík og Tíminn veita mi þegar
og fyrst um sinn viðtöku gjöfum í minningarsjóðinn
gegn sérstökum minningarspjöldum um Aðalstein Sig-
mundsson. Síðar verða gefin út minningarspjöld, þar
sem öllum verður gefinn kostur á að gefa gjafir i
sjóðinn til minningar látnum ástvinum sínum og
styrkja með því framangreinda starfsemi.
Reykjavik, 29. apríl 1943.
í stjórn Vhgmennafélags íslands,
Eiríkur J. Eiríksson.
Daníel Ágústínusson. Halldór Sigurðsson.