Skinfaxi - 01.05.1943, Page 33
SKINFAXI
35
megin, er allmikil brekka, sem reyndist liið prýðilegasta
áhorfendasvæði og gátu flestir séð þaðan vel yfir laugina.
Árangurinn í íþróttum dagsins var yfirleitt góður, en gjóst-
ur og kaldranalegt veður dró þó nokkuð úr. Austfirðingar
höfðu hlotið 21 stig, en S.-Þingeyingar 20 stig, önnur sam-
bönd voru langtum lægri.
Um kvöldið var skemmtisamkoma í fimleikahúsi skólans.
Þorgils Guðmundsson kennari í Reykholti, formaður Ung-
mennasambands Borgarfjarðar, setti samkomuna og stjórnaði
henni. Þar fluttu ræður, sr. Jakob Jónsson, Sigurður Greips-
son skólastjóri og Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í. Minntist
hann íþróttastarfsemi Umf. og þakkaði sérstaklega baráttu
þeirra í fánamálinu. Færði hann U.M.F.Í. að gjöf vandaðan
borðfána á silfurstöng, áletraðri af Ríkarði Jónssyni. Forseti
U.M.F.Í. þakkaði þessa virðulegu gjöf. Ættjarðarljóð voru sung-
in, milli þess að ræður voru fluttar, af gömlum og góðum
ungmennafélagssið og virtist hver maður taka undir. Húsið
var troðfullt, en það tekur aðeins 3—4 hundruð manns. Sat
fólkið upp um rimla og bita og komust fæstir að, þvi allan
daginn var fólk að koma að Hvanneyri og um kvöldið var
orðið þar mjög fjölmennt. Upphaflega var ætlunin, að ræð-
urnar væru fluttar úti, en vegna þess að rignt hafði um kvöld-
ið, var frá því horfið. Þegar söng og ræðuhöldum var lok-
Gutformur Þormar kemur að marki í 100 m. hlaupi.