Skinfaxi - 01.05.1943, Page 57
SKINFAXI
59
XIV. Sambandsjsing U.M.F.Í.
Ár 1943, fimmtudaginn 24. júní, kl. 10M.> var 14. sambands-
l)ing U.M.F.Í. sett og haldið að Hvanneyri i Borgarfirði. Séra
Eiríkur J. Eiríksson setti þingið og minntist Aðalsteins Sig-
mundssonar.
Þessir voru kosnir forseta.r:
Björn Guðmundsson,
Gestur Andrésson,
Skúli Þorsteinsson.
Ritarar:
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Kristján Jónsson,
Kristján Sigurðsson.
Fulltrúar. Sjá þingskj. I.
I. Skýrsla stjórnar. Dan. Ág. ritari samb. ræddi um fjölgun
félaga í samb. Taldi fram um 150, með um 8000 félögum. Auk-
in íþróttastarfsemi vegna íþróttalaganna. Sigurður forstjóri
Jónasson gaf 5000 kr. til skógræktar. Ilætt við Þórð kennara
Pálsson um vörzlu Þrastaskógar. Minningarsjóður Aðalsteins
Sigmundssonar um 7 þús. kr. Skinfaxi gefinn út samkv. fyrir-
mælum siðasta sambandsþings. Gjaldkeri Halldór Sigurðsson
las reikninga Sambandsins. Samkv. þeim cr Sambandið skuld-
laust og hrein eign þess kr. 18.908,72. Umræður urðu um
reikningana og hnigu einkum i þá átt, að hækka bæri skatt-
inn til Sambandsins.
II. fþróttamál. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, flutti
itarlega framsöguræðu. Málinu var visað til íþróttanefndar.
III. Skinfaxi. Frsm. Eiríkur J. Eiriksson. Guðm. Jónsson
lagði til að Skinfaxi yrði seldur i lausasölu. Málinu vísað
til menntamálan.
IV. Skemmtanamenning. Frsm. Daníel Ág. minntist m. a.
á, að söngkensla og leiðbeining í leiklist á vegunt U.M.F.Í.
væri æskileg. Málinu vísað lil starfsmálan.
V. Lagabreytingar Sambandsstj. flutti till. á þskj. II.
VI. Skógrækt. Björn Guðmundsson flutti langt mál og
snjallt sem framsögum. Málinu vísað til laganefndar.
VII. Kvikmyndir og ungmennafél. Frsm. Halldór Sigurðs-
son. Málinu vísað lil menritamn.
VIII. Bindindismálið. Frsm. Dan. Ág. Skýrði hann frá
þátttöku fél. í atkvgr. um hvort taka skyldi upp drengskapar-
heitið aftur. Þátttaka í atkvgr. hafði orðið lítil. Með dreng-