Skinfaxi - 01.05.1943, Blaðsíða 73
SKINFAXI
75
Héðan og handan
Framkvæmdir á Laugarvatni í þágu íþróttanna.
Skólastjórarnir á Laugar-
vatni, þeir Bjarni Bjarna-
son og Björn Jakobsson,
buSu menntamálaráðherra,
húsameistara ríkisins, fjár-
veitinganefnd Alþingis,
helztu forvígismönnum i-
þróttamálanna i landinu, þ.
á m. stjórn U.M.F.Í. o. fl.,
að Laugarvatni, sunnudag-
inn 31. október, til þess aS
kynnast framkvæmdum, er
þar voru gerSar s.l. sumar
og þeim áformum, sem uppi
eru og einkum snerta í-
þróttamálin. Þar sem liér-
aösskólarnir eru óskabörn
ungmennafélaganna og i-
þróttakennaraskólinn á
Laugarvatni nátengdur i-
þróttastarfsemi U.M.F.Í., þá
er Skinfaxa sérstök ánægja
Bjarni Bjarnason,
skólastjóri.
aS því aS geta skýrt lesendum sínum frá þessum merkilegu
framkvæmdum.
í sumar var steypt yfir sundlaug skólans og byggt lnis viS
enda laugarinnar, 11,20x13,50 m. að grunnmáli og 8 m. á hæS.
Á efri hæSinni verða búningsherbergi og böð fyrir væntan-
legt íþróttahús, en á neSri hæðinni búningsherbergi og böð
fyrir sundlaugina. í kjallara verða geymslur. Af efri hæðinni
er gengið lit á þak sundlaugarinnar, en þar verSur sólskýli.
FyrirhugaS er að byggja næsta sumar fimleikasal viS end-
ann á þessu húsi. VerSur hann 12x^4 m. aS grunnmáli og
6 m. á hæS. í honum verða rúmgóðar svalir og allur út-
búnaður í fremstu röð. Með þessum byggingum er liætt úr
brýnni þörf hjá héraðsskólanum og íþróttakennaraskólanum,
en þær eru gerðar fyrir þá báða og aðra skóla, sem siðar
kynnu að verða byggðir á Laugarvatni.
íþróttakennaraskólinn hefur ætíð verið til húsa hjá héraðs-