Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1943, Side 75

Skinfaxi - 01.05.1943, Side 75
SKINFAXI 77 Söngkennaraskóli á Laugarvatni. Sennilega verður í framtíðinni byggt skólahverfi á Laug- arvatni. Náttúruskily.rðin eru þar betri en þekkist annars stað- ar og iúikilhæf skólastjórn Bjarna Bjarnasonar liefur skipað Laugarvatni til öndvegis í meðvitund þjóðarinnar. Þá myndi og notast enn betur að hinum veglegu íþróttamannvirkjum og öðrum framkvæmdum þar. Að Laugarvatni hafa valizt merkir kennarar og þekktir kunnáttumenn i ýmsum greinum. íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar er áður getið. Annar þjóðkunnur rnaður hefir einnig unnið þar merkilegt starf í rúman áratug. Það er Þórður Kristleifsson söngkennari. Árangurinn af söng- og framsagnarkennslu hans, eftir jafn skamman tíma og héraðs- skólanemendur njóta, er mjög athyglisverður. En Þórður Krist- leifsson liggur hvergi á liði sínu, því á sumrin kennír hann hjá kórum víðsvegar um landið og fá færri en vilja notið kennslu hans. Mér finnst, að hinir ágætu starfskraftar Þ. K. kæmu að bezta gagni með því að stofnaður yrði á Laugar- vatni söngkennaraskóli og Þ. K. sendi siðan lærisveina sína til söngkennslu út um landsbyggðina. Þörfin fyrir sérmennt- aða söngkennara er ákaflega mikil og væri menningarlífi þjóðarinnar mikill fengur að slíkri stofnun. Sambandsþing ungmenafélaganna gerði samþykkt s.l. vor um söngkennslu á vegum U.M.F.Í. Stjórnin hefir þegar unnið nokkuð að þeim málum, en skortur á kennurum er sýnilegur. Verður það mál ekki leyst fyrr en stofnaður er söngkennara- skóli, samsvarandi i]iróttákennaraskólanum. Framkvæmd þess- ara mála verður mjög tengd við Þórð Kristleifsson og Laug- arvatn. Tillögu þessari er hér skotið fram í stuttu máli, en væntanlega verður bún síðar rædd í Skinfaxa. Þrastalundur og setuliðið. Eins og kunnugt er, þá brann Þrastalundur til kaldra kola siðla vetrar 1942, en þá hafði setuliðið dvalið þar í rúmt ár. Stendur þar nú óhrjáiegur grunnur íslenzkum ungmennafé- lögum til ömunar, því umhverfi þetta er fagurt og vingjarnlegt. Eigandi Þrastalundar, Páll B. Melsteð forstjóri, Reykjavik hefir óskað þess getið, að hann hafi ekki leigt setuliðinu Þrastalund, eins og gefið er í skyn i april-hefti Skinfaxa 1941, heldiir hafi setuliðið tekið gistihúsið til sinna nota gegn vilja sínum, enda hafi hann farið með málið i utanríkismálaráðu- ncytið. Flann hafi aðeins fengið tvo daga, til þess að rýma húsið og þvi sé ekki við sig að sakast um þær afleiðingar, sem urðu af veru setuliðsins i Þrastalundi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.