Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI — Já, á um það bil 35 fundum. — Voru þeir yfirleitt vel sóttir? -— Já, miklu fremur má það teljast, og sums staðar ágætlega. Það fór að sjálfsögðu nokkuð eftir fundar- tíma og færð. Færðin versnaði, er á leið, því að ég lenti í páskasnjónum. — En auk þess að tala á fundum félaganna, hélt ég erindi i skólum, ef því varð við kom- ið. — Já, einmitt. í hvaða skólum fluttir þú erindi? — Ég talaði alls í 11 skólum, 4 húsmæðraskólum, 3 héraðsskólum, báðum bændaskólunum, og svo í mennta- skólanum og gagnfræðaskólanum á Akureyri. — Og um hvað ræddir þú við skólaæskuna? — Ég flutti erindi, sem samið er út frá kjörorði ungmennafélaganna, Islandi allt. Það er um skyldu æskunnar við land og þjóð og ábyrgð þá, er á henni hvílir, sérstaklega í þeim efnum að velja og hafna. — Og hvernig féll þér svo ferðalagið? — Prýðisvél. Það var bæði lærdómsríkt og ánægju- legt. Mér var alls staðar mjög vel tekið, og fyrirgreiðsla og viðurgerningur var með ágætum. Vil ég nota tæki- færið að flytja hér beztu þakkir öllum þeim mörgu, sem ég hitti á ferð minni og götu mína greiddu á ein- hvern hátt. — Hvað viltu svo að lokum segja sem ályktunarorð? — Ég lít svo á, að á herðum æskunnar hvíli mikil ábyrgð. Það er skylda hverrar kynslóðar að velja og hafna. Þjóðfélagið hefur að ýmsu leyti gert vel við æskulýðinn. Þjóðin á heimtingu á því, eftir að hafa lagt svo ríkulega af mörkum til æskunnar í skólum og íþróttal'élögum, að undan þeirri miklu varpliænu komi annað og meira en andleg og siðferðisleg fúl- egg. — Því verða ungmennafélögin og íþrótta- félögin að gera sér fulla grein fyrir lilut- verki sínu, en það er hlutverk ungu kynslóð- arinnar að taka ákveðna afstöðu til vandamála yfir-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.