Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 13
SKINFAXI 61 Og þarna standa hólar þétt í flokkum frammi með fagurtyppta kolla yfir grænum hvammi. Og úti um skrautblómg engi skína Ijósgler tjarna eins skær og morgunaugu glaðra og ungra barna. Sem glampi á fægðan stálskjöld, geislar aftansólin á glugga sveitabæsins, kropnum undir bólinn. Og léttir reykir stíga undan blíð og hæðum, sem lmíga úti á sléttu og verða að bláum slæðum. Ekki er tilkomuminni stórbrotin lýsing skáldsins á brikaleik Klettafjallanna í samnefndu kvæði, sem er þrungið kyngikrafti, og eru þetta lokaorðin: Klettafjöll, draumheimar eldgömlu aldanna, ímynd af Valböll -•— sem gullræfur skjaldanna ljósþökin blika í bláskýjarofinu, brekkuskeið dökk eru rið upp að hofinu. Þessar og aðrar jafn myndauðugar og heillandi lýs- ingar skáldsins á náttúrufegurðinni í Alberta-fylki i breyttum búningi árstíðanna eru með þeim snilldar- brag, að dr. Watson Kirkconnell, binn kunni kanadískí bókmenntafræðingur og Islandsvinur, telur að sam- bærilegar lýsingar á Vestur-Kanada sé eigi að finna í kvæðum neins annars kanadísks skálds; en dr. Kirk- connell er manna fróðastur í þeim efnum, og veit því vel bvað bann syngur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.