Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 segir í einu bréfa sinna, voru kvæði hans „fæst fædd að degi til“, heldur eftir miðnætti. Hann hefði þess vegna með fullum sanni getað heimfært upp á sjálfan sig orð hins íslenzka skáldbróður síns um Sverri kon- ung: „Andvaka var allt mitt lif“. Cr þeirri Hliðskjálf Stephans skálds, þar sem ég nú sat, hafði hann séð „ol' heima alla“ og glímt djarflega við mestu vandamál samtíðarinnar og dýpstu ráðgátur mannlegrar tilveru. Þetta varð mér að vonum ríkt í huga, meðan eg sat í skrifborðsstól hans, og mér gaf sýn: Líf skáldsins, frumbyggjastríð og starf, rann mér fyrir sjónir eins og lifandi mynd á tjaldi. Ég sá hann í anda, 19 ára að aldri (1873), kveðja ættjarðarstrendur, og þar sem ég hafði staðið í sömu sporum, þó undir öðrum aðstæðum væri, gat ég vel gert mér í hugarlund, hvernig honum var innan hrjósts þá skilnaðarstund. Sjálfur hefur hann lýst viðskilnaðin- um við ættjörðina á þessa leið í drögum þeim til ævi- sögu sinnar, er birt voru í Andvara 1947: „Um nótt í þoku, scm náttsólin skein gegnum, lögð- um við út af Akureyri. Nokkrir kunningjar mínir ungir fylgdu mér á hát, sem þeir réru. Þeir háðu mig að koma á land með sér aftur, unz skipið létti akkerum, skyldu róa með mig fram í tíma. Ég lét tilleiðast, en kom for- eldrum mínum fyrir í skipi áður. Ég beið i iandi til síðustu stundar. Þeir efndu lieit sitt. Sungu eitthvað, um leið og þeir ýttu frá, en einhverjir farþegar á þiljum svöruðu á sama hátt. Alla nóttina og næsta dag vakti ég á þiljum uppi og leit til lands, en aldrei rauf þokuna, fyrr en að kveldi þriðja dags að blámaði fyrir öllu, sem þá var eftir af Islandi, tveimur eða þremur þúfum, sem hurfu hver af annarri.“ Á hugarvængjum fylgdi ég skáldinu í s])or á höfuð dvalarstöðvum hans vestan hafs. Ég sá hann nema land þrisvar sinnum, fyrst i Shawano County í Wis- consin 1874, þessu næst í Garðarhyggð í Norður-Dakota

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.