Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 12
60 SKINFAXI hann eggjar landa sína vestan hafs um að sýna nú í verki ræktarhug sinn til heimaþjóðarinnar. En þó að Stephan væri eins fasttengdur ættjörðinni og raun ber vitni og játi í kvæði sínu „Otlegðin“, að fóstran hafi aldrei gengið sér i móðurstað, bar hann eigi að síður hinn hlýjasta liug til fósturlandsins, kunni vel að meta kosti þess og fegurð, og hyllti það í fögrum kvæðum; einkum eru kvæði lians um sveitina hans 1 Alberta frumleg og svipmikil, svo sem „Sveitin min“ og „Sumarkvöld í Alberta". Hefi ég á öðrum stað bent á það, hvernig sævarmyndir og siglinga, eins og skáldið minntist þeirra frá æskuárunum heima á Islandi, flétt- ast inn í þessa andriku og gullfögru sveitarlýsingu hans, og verður það ekki endurtekið hér, þó merkilegt atriði sé, en um það, hve lifandi, litauðug og tilbreytingar- mikil þessi lýsing skáldsins á umhverfi hans er, fá lesendur nokkra hugmynd af þessum erindum hennar: En aftanskinsins gullbrár iða á hól og sundum, á espihlið og hvammi, á víðirunni og grundum. Sem vörður merkja fjallveg, græna grenið breiðir um gilsbakkana raðir og vísar strauma leiðir. Og allt í kringum dalsins brúnir rökkurbláu sig breiða út í hvirfing skógarbeltin lágu. Sem bráðið gull í deiglu við ána niðri eygjum, þar út hún skýzt úr runni og kröppum nesjabeygjum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.