Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.07.1953, Blaðsíða 36
84 SKINFAXI /fi/ttt/Z/fí ÍÞRDTTAÞÁTTUR XXV: Truh torahstur Inngangur. Traktorinn er ódýrasta og um leið mikilvirkasta búvélin, sem bóndinn eignast. Ríður því á miklu, að liann notist vel; að rétt og vel sé farið með vélina, svo að ending hennar sé tryggð svo scm verða má; að afköstin við vinnu með traktorn- um verði sem mest og vinnan vel af liendi leyst. Loks er þvi ekki að gleyma, að traktorinn er búvél, sem er svo mikil fyrir sér, að nokkur hætta getur stafað af akstri hans, ef ógætilega er ekið, og kunnáttu og æfingu brestur vel að gera við akstur og alla notkun traktorsins. Traktorakstur er þvi nokkur þátt- ur umferðamenningar og manndóms, i framgöngu og skipt- um við starfsfélaga og náungann, hvar sem verið er að verki - með traktor og traktorverkfærum. Allt skapar þetta skyldur. Sá, sem traktor ekur, hefir skyld- ur við sjálfa sig og aðra um að valda ekki slysum. Hann hefir líka skyldur við starfið og heimili sitt, um vinnugæði og af- köst. Traktorinn er vinur hinna ungu, unga sveinsins og ungu meyjarinnar. Unglingana og jafnvel börnin langar til að aka traktornum, liækka í sæti og beita aflinu, gera gagn á borð við þá, sem stærri eru, njóta starfsgleðinnar við að vera hlutgeng- ur og geta unnið verkin. Þannig ber margt til, að æfingar í traktorakstri eru nauð- syn, en geta um leið verið leikur og skemmtun. Akstur og notkun traktorsins er íþrótt, sem eigi verður lærð, nema saman fari þekking, æfing og háttprýði. Starfskeppni í traktorakstri er miðuð við að leysa nokkrar þrautir. Til þess að það takist glæsilega, þurfa þeir, sem keppa, að hafa fullkomið vald á traktornum og geta gert hlutina á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.